fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
Pressan

Fann illa farið hús í skóginum – Trúði ekki eigin augum þegar hún opnaði dyrnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. janúar 2022 06:04

Húsið leit ekki vel út. Mynd:Instagram/The Tourist

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af áhugamálum kanadíska ljósmyndarans Leslie David er að ljósmynda yfirgefnar byggingar í Ontario í Kanada. Fyrir nokkrum árum rakst hún á hús sem vakti áhuga hennar. Það virtist yfirgefið, rúðurnar voru brotnar, þakið illa farið og garðinum hafði ekki verið sinnt árum saman. Hún ákvað að kanna húsið betur og átti enga von á því sem sú ákvörðun hafði í för með sér.

Hún sagði frá þessu á heimasíðu sinni. Þar sagði hún að þegar hún sá húsið hafi hún verið viss um að enginn byggi í því þar sem ástand þess var svo slæmt. Hún gekk að dyrunum og opnaði þær en trúði varla eigin augum þegar hún sá gamlan mann inni. Hann sagðist heita Lawrence og ólíkt Leslie var hann ekki á ferð um landið, hann bjó í húsinu.

Það var frekar hrörlegt. Mynd:Instagram/The Tourist

„Hann átti erfitt og þess vegna eyddi hann mestu af tíma sínum inni í húsinu. Aleinn. Hann hafði misst hægra eyrað og var með gláku á vinstra auganu. En meira að segja þegar hann hitti ókunnugan, sem hafði eiginlega raskað einkalífi hans, var hann bara vingjarnlegur og almennilegur. Hann leyfði mér meira að segja að taka myndir. Hann var svo fallegur að innan og ég vildi gjarnan heimsækja hann oftar,“ skrifaði hún.

Lawrence þegar Leslie hitti hann í fyrsta sinn. Mynd:Instagram/The Tourist

Þegar Leslie hafði lokið við myndatökuna lofaði hún Lawrence að hún myndi koma aftur í heimsókn og það stóð hún við. Hún hafði áttað sig á að hann var einstæðingur sem hafði það ekki gott. Hún ákvað að reyna að bæta úr þessu og fór því að taka mat og drykk með þegar hún heimsótti hann.

Lawrence. Mynd:Instagram/The Tourist

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún heillaðist af vingjarnleika hans og að hann hefði opnað heimili sitt fyrir henni. Hann var mjög veikburða og gat þess vegna ekki sinnt viðhaldi á húsinu né garðinum. Leslie ákvað því að aðstoða hann við þetta.

En fljótlega kom í ljós að húsið var við það að hrynja og því gat hann ekki búið í því til frambúðar að óbreyttu. Hún hjálpaði honum því að gera endurbætur á því og þrífa svo það væri vænlegri kostur til að búa í. Eftir því sem vinátta þeirra þróaðist opnaði Lawrence sig meira um líf sitt. Hann reyndist hvorki eiga fjölskyldu né vini sem gátu hjálpað honum eða annast.

Leslie og Lawrence. Mynd:Instagram/The Tourist

„Hann sagði mér svolítið dag einn, sem ég mun alltaf muna. Hann sagði að dagurinn sem ég kom hafi verið besti dagur lífs hans,“ skrifaði Leslie og bætti við: „Ég skil mjög vel hvernig honum leið. Því besti dagurinn í lífi mínu var nefnilega þegar ég hitti hann. Hann veitti mér tækifæri til að breyta lífi manns.“

Heilsu Lawrence hrakaði hratt. Mynd:Instagram/The Tourist

 

 

 

 

 

 

 

 

Góð vinátta tókst með þeim en því miður lá ljóst fyrir að heilsufar Lawrence var ekki upp á marga fiska. „Eftir nokkrar ferðir til læknis er ljóst að heilsufar hans er ekki gott og að honum hrakar hratt. Þetta gætu því verið síðustu mánuðirnir sem ég á með vini mínum og því hef ég ákveðið að gera þá eins góða og skemmtilega fyrir hann eins og hægt er,“ skrifaði Leslie á sínum tíma og bætti við: „Hann er búinn að ræða við mig hvernig hann vill að útförin hans verði og að hann vilji gjarnan að ég verði viðstödd. Ég sagði honum að ég gæti ekki hugsað mér að vera ekki viðstödd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andsnúin bólusetningum og lyfjagjöf – Urðu átta ára dóttur sinni að bana

Andsnúin bólusetningum og lyfjagjöf – Urðu átta ára dóttur sinni að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórfelldur þjófnaður á pökkum frá Amazon, UPS og FedEx

Stórfelldur þjófnaður á pökkum frá Amazon, UPS og FedEx
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórir fundust frosnir í hel í Kanada

Fjórir fundust frosnir í hel í Kanada
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hópkynlíf fimm sinnum í viku braut mig algjörlega niður“

„Hópkynlíf fimm sinnum í viku braut mig algjörlega niður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylda Otto Warmbier fær tugi milljóna úr hendi Norður Kóreumanna vegna illrar meðferðar

Fjölskylda Otto Warmbier fær tugi milljóna úr hendi Norður Kóreumanna vegna illrar meðferðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu prósent Dana smituðust af kórónuveirunni síðustu 4 vikur

Tíu prósent Dana smituðust af kórónuveirunni síðustu 4 vikur