fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Blóðflokkur fólks skiptir líklega máli hvað varðar COVID-19-smit – Mikill munur á A og O blóðflokkunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 06:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar geisað í um tvö og hálft ár og enn er ekkert lát á honum. Hann er raunar í vexti þessa dagana. En mörgum hefur tekist að forðast smit fram að þessu og vonandi tekst þeim það áfram. En samkvæmt niðurstöðum rannsóknar þá er blóðflokkur fólks hugsanlega ein af ástæðunum fyrir að sumir virðast sleppa endalaust við smit.

Faraldurinn er í vexti víða í Evrópu og öðrum heimshlutum og ný afbrigði, til dæmis BA.5 og BA.2.75, herja á fólk. Víða er farið að ræða af alvöru að grípa til einhverra sóttvarnaaðgerða á nýjan leik. Yfirvöld í Los Angeles eru til dæmis að íhuga að setja á grímuskyldu innanhúss í borginni, það er að segja í húsnæði sem almenningur hefur aðgang að.

Margir hafa eflaust áhyggjur af að þeir geti smitast af veirunni í fyrsta sinn og aðrir hafa áhyggjur af að smitast aftur. Ný afbrigði veirunnar virðast ansi góð í að komast fram hjá ónæmisvörnum líkamans og því veita fyrri smit og bólusetningar ekki fullkomna vörn.

Mirror segir að kínverskir vísindamenn hafi fyrstir allra sett fram þá kenningu í mars 2020 að blóðflokkur fólks geti ráðið einhverju hvað varðar líkurnar á að smitast af kórónuveirunni. Mánuði síðar var tekið undir þessa kenningu af vísindamönnum við Columbia University.

Fyrirtækið 23andMe, sem annast DNA-rannsóknir, styrkti þessa kenningu enn frekar þegar það gerði rannsókn á blóðflokki 750.000 manns sem höfðu smitast af veirunni og þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna þess. Sú rannsókn leiddi í ljós að fólk í blóðflokki O var betur verndað gegn smiti en fólk í öðrum blóðflokkum.

Önnur rannsókn, sem var birt í the New England Journal of Medicine, staðfesti þetta en niðurstöður hennar sýndu að fólk í blóðflokki A er í 45% meiri hættu á að smitast af COVID-19 en fólk í öðrum blóðflokkum. Þeir sem eru í blóðflokki O eru í 35% minni hættu á að smitast miðað við fólk í öðrum blóðflokkum eftir því sem segir í niðurstöðum rannsóknarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum