fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Pressan

Hann uppgötvaði Ebólu – Lýsir yfir sigri á þessum banvæna sjúkdómi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. september 2021 09:00

Ebólu veira. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jean-Jacques Muyembe, 79 ára læknir og prófessor, uppgötvaði hinn hræðilega sjúkdóm ebólu fyrir um 45 árum og hefur fylgst náið með honum síðan. Sjúkdómurinn hefur kostað 11.300 manns lífið en nú hefur sigur unnist á honum að sögn Muyembe.

Hann segir að með bóluefnum og lyfjum sé nú hægt að hafa stjórn á Ebólu. „Í 40 ár hef ég fylgst með og tekið þátt í baráttunni gegn þessum hræðilega og banvæna sjúkdómi. Í dag get ég sagt: „Hann hefur verið sigraður, það er hægt að forðast hann og sigrast á honum“,“ sagði hann á samkomu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Á samkomunni var því fagnað að hin svokallaða Ebangameðferð er nú fáanleg. Ebanga er mótefni sem kemur í veg fyrir að veiran, sem veldur ebólu, komist inn í frumur líkamans. Með því er dregið mjög úr líkunum á að smitaðir látist af völdum sjúkdómsins.

Muyembe uppgötvaði ebólu árið 1976 þegar hann var sendur til þorpsins Yambuku sem er í norðurhluta Kóngó, sem hét þá Saír. Þar hafði dularfullur sjúkdómur brotist út. Muyembe tók sýni úr sýktri nunnu og sendi til Belgíu til rannsóknar. Þar tókst örverufræðingnum Peter Piot að einangra veiruna í fyrsta sinn. Hún fékk nafnið ebóla eftir á nærri Yambuku.

Sjúkdómurinn gleymdist svon að mestu næstu 19 árin en þá braust faraldur út í bænum Kikwit í vesturhluta Kongó. Muyembe reyndi þá að lækna átta sjúklinga með því að gefa þeim blóð úr sjúklingum sem voru á batavegi eftir ebólusmit. Sjö þeirra lifðu af. Þar með var hugmyndin að Ebanga fædd og 2018 var meðferðin reynd í fyrsta sinn.

Margir staðbundnir ebólufaraldrar hafa brotist út í gegnum áratugina og hafa orðið að minnsta kosti 11.300 manns að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn skotinn í Helsingborg og sprenging í miðborginni

Einn skotinn í Helsingborg og sprenging í miðborginni
Pressan
Í gær

Hryllingsmínúturnar 34 í Kongsberg – Sá grunaði sagður hafa snúist til Íslamstrúar

Hryllingsmínúturnar 34 í Kongsberg – Sá grunaði sagður hafa snúist til Íslamstrúar
Pressan
Í gær

Frakkar krefja Breta um greiðslu fyrir að stöðva ferðir förufólks yfir Ermarsund

Frakkar krefja Breta um greiðslu fyrir að stöðva ferðir förufólks yfir Ermarsund
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir vísindamenn gera tilraunir með nýja meðferð við COVID-19

Danskir vísindamenn gera tilraunir með nýja meðferð við COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nancy Pelosi dregin úr kaþólskri messu í Róm af öryggisvörðum vegna bóluefnamótmæla

Nancy Pelosi dregin úr kaþólskri messu í Róm af öryggisvörðum vegna bóluefnamótmæla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rúmenska heilbrigðiskerfið ræður ekki við álagið vegna fjórðu bylgju kórónuveirunnar

Rúmenska heilbrigðiskerfið ræður ekki við álagið vegna fjórðu bylgju kórónuveirunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni

Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leita að þeim sem drápu 14 friðaðar kengúrur

Leita að þeim sem drápu 14 friðaðar kengúrur