fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Bresk herskip héldu nýlega í fimm ára úthald

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. september 2021 11:00

HMS Tamar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega létu bresku herskipin HMS Spey og HMS Tamar úr höfn í Portsmouth á Englandi. Þau snúa ekki aftur til heimahafnar fyrr en árið 2026 en þangað til verða þau við störf í Kyrrahafi og Indlandshafi.

Skipin eiga að vera „augu og eyru“ Breta allt frá vesturströnd Afríku til vesturstrandar Bandaríkjanna að því er segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneytinu. CNN skýrir frá þessu.

Skipin munu verða við eftirlitsstörf í Kyrrahafi og Indlandshafi og munu fara allt norður í Beringshaf og allt suður að Nýja-Sjálandi og Tasmaníu í Ástralíu. Á miðju þessu svæði er Kína en spennan hefur farið vaxandi á milli Kína og Bandaríkjanna, sem eru helstu bandamenn Breta, síðustu misseri.

Í yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins segir að áhafnir skipanna muni sinna eftirliti með fíkniefnasmygli, hryðjuverkum og öðrum ólöglegum athöfnum og taka þátt í æfingum með herjum annarra ríkja.

46 eru í áhöfn hvors skips og verður skipt um áhöfn á nokkurra vikna fresti. Skipin verða ekki með fasta heimahöfn í Kyrrahafi en munu nota hafnaraðstöðu hjá bandamönnum Breta eftir því sem best þykir henta. Auk áhafnar verða allt að 52 sérsveitarmenn um borð í skipunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Í gær

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann