fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Neyddust til að loka fæðingardeild vegna andstöðu starfsfólks við að láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 06:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gerir marga öskureiða í Bandaríkjunum þegar ríkisvaldið skiptir sér af einu og öðru þeim tengt og er óhætt að segja að stór minnihluti landsmanna telji það alvarlega árás á persónulegt frelsi að krafa sé gerð um að fólk láti bólusetja sig gegn kórónuveirunni.

Gott dæmi um þetta er að Joe Biden, forseti, gerði nýlega kröfu um að 17 milljónir heilbrigðisstarfsmanna í landinu láti bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Þetta fellur ekki í kramið hjá öllum í heilbrigðisgeiranum og hafa þeir ekki hugsað sér að fara að fyrirmælum forsetans.

Gott dæmi um þetta er á Lewis County General Hospital í New York. Þar hafa stjórnendur neyðst til að loka fæðingardeildinni tímabundið því 30 starfsmenn hafa sagt upp störfum til að mótmæla bólusetningarkröfunni. Það er því einfaldlega ekki nægilega margt starfsfólk til að hægt sé að halda starfsemi fæðingardeildarinnar gangandi. „Okkur hafa borist svo margar uppsagnir að við áttum engra annarra kosta völ,“ sagði Gerald Cayer, forstjóri sjúkrahússins, í samtali við NPR.

Eitt af kosningaloforðum Biden var að hann myndi ná stjórn á kórónuveirufaraldrinum en það gengur ekki eins vel og hann hafði lofað. Aðeins 54% landsmanna hafa lokið bólusetningu þrátt fyrir að nægt framboð sé af bóluefnum fyrir alla.

Faraldurinn hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og eru dagleg smit nú um 300% fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Biden hefur ítrekað hvatt samlanda sína til að láta bólusetja sig og segir að faraldurinn sé nú nær eingöngu orðinn að faraldri óbólusettra.

Skoðanakannanir sýna að almenningur styður kröfur um að fólk láti bólusetja sig en stór minnihluti telur slíka kröfu árás á persónuleg réttindi sín.

Samkvæmt könnun sem var gerð fyrir Washington Post og ABC News segjast tveir þriðju hlutar launþega  í Bandaríkjunum heldur vilja segja upp störfum en að láta bólusetja sig. Könnunin var gerð meðal óbólusettra. 16% sögðust samþykkja að láta bólusetja sig en 35% sögðust vilja sækja um undanþágu af heilsufarsástæðum eða trúarlegum ástæðum. 42% sögðust ætla að segja upp frekar en láta bólusetja sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?