fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Loftmengun styttir líf milljóna manna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. september 2021 18:30

Mengunin í London er mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftmengun verður mun fleiri að bana árlega en reykingar, bílslys og HIV til samans. Loftmengun styttir líf milljóna manna um allt að sex ár og er kolanotkun helsta orsökin fyrir loftmengun.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Fram kemur að verst sé staðan á Indlandi en þar deyr meðalmaðurinn sex árum fyrr en ella af völdum loftmengunar. Dregið hefur úr loftmengun í Kína á síðustu sjö árum en hún styttir líf Kínverja samt sem áður um 2,6 ár að meðaltali. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram kemur að brennsla jarðefnaeldsneytis valdi loftmengun og loftslagsvandanum og að nú auki loftslagsbreytingarnar á loftmengun því fleiri gróðureldar kvikni nú en áður með tilheyrandi loftmengun og því sé komin slæm hringrás.

Rannsakendurnir segja að nýlegir atburðir hafi sýnt svart á hvítu að framtíðin velti á því hvort ríkisstjórnir grípi til aðgerða eða ekki.

„Loftmengun er stærsta utanaðkomandi ógnin við heilsufar fólks en það er ekki almennt viðurkennt eða almennt ekki viðurkennt af þeim krafti og ákefð sem reikna mætti með,“ er haft eftir Michael Greenstone, prófessor við Chicago háskóla. Hann og samstarfsfólk hans þróaði Air Quality Life Index (AQLI) sem umreiknar loftmengun yfir í áhrif á lífslíkur fólks.

Greenstone sagði að meðal jarðarbúinn lifi 2,2 árum skemur í dag vegna loftmengunar og ef ekkert verði að gert þýði þetta að 17 milljarðar æviára glatist. „Hvað annað á jörðinni veldur því að við töpum 17 milljörðum æviára?“ spurði hann.

„Það sem meira er, við leyfum þessu ekki bara að eiga sér stað, við völdum þessu. Það sem stingur mest er að stóru ríkin, með blöndu stjórnarfars og félagslegra viðmiða velja að leyfa fólki að stytta líf sitt mikið og vera veikara,“ sagði hann og bætti við að umskipti yfir í hreina og umhverfisvæna orkugjafa og eftirfylgni við aðgerðir í málum er varða loftmengun frá raforkuverum hafi dregið úr loftmengun í mörgum ríkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?