fbpx
Miðvikudagur 28.september 2022
Pressan

Nokkrar Kyrrahafseyjur geta horfið á næstu áratugum vegna loftslagsbreytinganna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. ágúst 2021 16:00

Frá Tonga sem er í Kyrrahafi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá loftslagsnefndar SÞ, IPCC, kemur fram að það muni hafa „hörmulegar“ afleiðingar fyrir eyþjóðir í Kyrrahafi ef meðalhitinn á jörðinn hækkar um meira en 1,5 gráður. Það gæti orðið til þess að heilu eyjunar muni hverfa undir sæ á þessari öld að mati íbúa á svæðinu.

The Guardian skýrir frá þessu. Kyrrahafið hefur lengi verið í sviðsljósinu vegna loftslagsbreytinganna vegna þess hversu háar öldur myndast þar, vegna hitabeltisstorma og vegna þess hversu lágt yfir sjávarborð sumar eyjur þar rísa.

Í skýrslu IPCC kemur fram að draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming ef takast á að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5 gráðum eins og kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Ákvæðið var sett inn í Parísarsáttmálann eftir harða baráttu Kyrrahafsþjóða fyrir því.

Satyendra Prasad, fastafulltrúi Fiji hjá SÞ sagði í samtali við The Guardian að skýrslan væri dökk og spárnar í henni verri en búist var við. Í henni séu dregnar fram nokkrar þeirra hörmulegu sviðsmynda sem íbúar Kyrrahafsins hafi hugsað um í tengslum við hækkandi sjávarborð og að lágt liggjandi landsvæði muni fara undir sjó. Hugsanlega muni heilu löndin hverfa undir sjó á þessari öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bestu aðferðina til að svæfa grátandi börn

Fundu bestu aðferðina til að svæfa grátandi börn