fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Pressan

Útvarpsmaðurinn sem barðist gegn bóluefnum er á gjörgæslu með Covid – „Ég hafði rangt fyrir mér“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 24. júlí 2021 20:00

mynd/WPTV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinsæll útvarpsmaður á íhaldssamri útvarpsstöð í Tennessee sem áður lýsti yfir efasemdum sínum um bólusetningar í þætti sínum hefur nú snúist hugur og hvetur hlustendur sína til þess að láta bólusetja sig. Þessi nýja stefna kemur í kjölfar lífshættulegs Covid-19 smits þáttastjórnandans Phil Valentine.

Bandaríska fréttastöðin WPTV greindi frá.

Hefur WPTV eftir bróður þáttastjórnandans, Mark Valentine, að bróðir hans sé á gjörgæslu, en ekki á öndunarvél.

Phil hefur stjórnað þætti sínum í fjölda ára og hefur um langa hríð viðrað, sem fyrr segir, efasemdir sínar um bólusetningar við Covid-19 sjúkdómnum. Nú segir bróðir Phil að hann sjái eftir því að hafa ekki stutt bólusetningaherferð ríkis síns, Tennessee. „Fyrir ykkur sem eru að hluta, ég veit að hann myndi segja þetta sama við ykkur ef hann gæti, látið bólusetja ykkur. Hættið að spá í stjórnmálunum. Hættið að spá í samsæriskenningum,“ sagði bróðir Phil.

Mark segir bróðir sinn hafa haft rangt fyrir sér. Sjálfur lét Mark bólusetja sig í kjölfar veikinda bróður síns, en hann segist þá hafa áttað sig á því að hann ætti fjölskyldu og bæri skyldur gagnvart henni. „Að láta ekki bólusetja sig er eigingjörn afstaða, og án staðfestra sannanna um alvarlegar aukaverkanir eða neikvæð áhrif bóluefnanna, þá ber mér skylda til þess að láta bólusetja mig.“

Bólusetningaherferðin hefur gengið afspyrnu illa í Tennessee, að því er segir í frétt WPTV. Ríkið þykir mjög íhaldssamt og hefur verið deilt um svo til allar hliðar bólusetningaherferðarinnar. Nýlega var yfirmaður téðrar herferðar rekinn úr starfi eftir deilur um bólusetningar barna. Tennessee er meðal þeirra ríkja sem skemmst eru á veg komin með bólusetningar en tæplega 13 þúsund manns hafa látist í ríkinu vegna Covid-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“
Pressan
Í gær

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Of mikill frítími eykur ekki vellíðan fólks

Of mikill frítími eykur ekki vellíðan fólks