fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Pressan

Japanar hafa miklar áhyggjur af stöðu Taívan

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. júlí 2021 12:30

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japönsk herskip tóku nýlega þátt í heræfingum í Adenflóa með bandarískum, breskum og hollenskum herskipum. Á sama tíma birti japanska varnarmálaráðuneytið skýrslu um stöðu mála varðandi Taívan og segir hana vera ógn við öryggi Japan. Þetta er í fyrsta sinn sem stöðu mála varðandi Taívan er lýst sem ógn við öryggi Japan.

Nokkrum dögum áður en skýrslan var birt lýsti Taro Aso, varaforsætisráðherra, því yfir að ef Kínverjar ráðast á Taívan verði það túlkað sem árás á Japan og því geti Japanar virkjað rétt sinn til sjálfsvarnar.

Vegna friðsamrar löggjafar Japan er þetta mjög viðkvæmt og umdeilt en stjórnarskrá landsins heimilar ekki að her landsins berjist utan Japan og að aðeins megi nota vopn í sjálfsvörn.

Það skiptir því miklu að Japanar ætla að túlka hugsanlegar árásir Kínverja á Taívan sem árás á þá sjálfa og þannig virkja sjálfsvarnarréttinn. Japanski herinn er mjög öflugur en hefur ekki tekið þátt í hernaði erlendis síðustu áratugi nema hvað hermenn hafa unnið við flutninga og þess háttar í verkefnum á vegum SÞ, NATO og með Bandaríkjaher.

En hægt og rólega hafa Japanar verið að breyta stefnu sinni í hernaðarmálum og hafa aukið samstarf sitt, aðallega á sjó, við Evrópuríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“
Pressan
Í gær

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Of mikill frítími eykur ekki vellíðan fólks

Of mikill frítími eykur ekki vellíðan fólks