fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Pressan

Pöndur eru ekki lengur í útrýmingarhættu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. júlí 2021 14:00

Þær eru ekki lengur í útrýmingarhættu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir áratuga baráttu við að hlú að pöndustofninum hefur sá árangur náðst að nú lifa 1.800 dýr frjáls í náttúrunni. Af þeim sökum teljast pöndur ekki lengur í útrýmingarhættu en eru þess í stað komnar á lista yfir dýr sem eru í viðkvæmri stöðu.

BBC og CNN skýra frá þessu og hafa eftir Cui Shuhon, sem stýrir náttúruverndardeild kínverska umhverfisráðuneytisins. Hann sagði að Kínverjar hafi komið upp góðu kerfi náttúruverndarsvæða. Stór hluti vistkerfa hafi kerfisbundið og algjörlega verið verndaður og með þessu hafi búsetusvæði panda orðið mun betur til þess fallin að styðja við líf þeirra.

Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin IUCN tóku pöndur af lista sínum yfir dýr í útrýmingarhættu 2016 og breyttu stöðu þeirra í „dýr í viðkvæmri stöðu“. Kínversk stjórnvöld voru ósátt við þetta og töldu þetta geta orðið til þess að fólk teldi að þau hefðu dregið úr aðgerðum sínum til að bjarga pöndum.

BBC hefur eftir sérfræðingum að stóran hluta af þessum góða árangri Kínverja megi þakka aðgerðum þeirra til að endurgera bambusskóga en 99% af fæði Panda er bambus.

En þrátt fyrir að nú gangi vel hjá pöndum þá er það ekki ávísun á að framtíð þeirra sé bara björt. IUCN  hefur varað við því að loftslagsbreytingarnar muni eyðileggja rúmlega 35% af búsetustöðum panda, þar sem bambus er, innan næstu 80 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn vegna skotárásar á tvö lítil sænsk börn

Handtekinn vegna skotárásar á tvö lítil sænsk börn
PressanSport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið: Reyndi að bíta í eyrað á andstæðing sínum á Ólympíuleikunum

Sjáðu myndbandið: Reyndi að bíta í eyrað á andstæðing sínum á Ólympíuleikunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin kaupa 200 milljónir skammta af bóluefni Pfizer til viðbótar

Bandaríkin kaupa 200 milljónir skammta af bóluefni Pfizer til viðbótar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að breska ríkisstjórnin hafi sólundað tugum milljarða í heimsfaraldrinum

Segja að breska ríkisstjórnin hafi sólundað tugum milljarða í heimsfaraldrinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Typpi í klemmu – Kalla varð slökkvilið á sjúkrahúsið

Typpi í klemmu – Kalla varð slökkvilið á sjúkrahúsið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanleg skilaboð voru skrifuð á bringu hins myrta

Óhugnanleg skilaboð voru skrifuð á bringu hins myrta