fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Pressan

Myrti eiginmanninn með því að hella sjóðandi sykurvatni yfir hann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 22:30

Corinna Smith.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Corinna Smith, 59 ára bresk kona, var í síðustu viku dæmd í ævilangt fangelsi fyrir hrottalegt morð á eiginmanni sínum en þau höfðu verið gift í 38 ár. Hún setti þrjú kíló af sykri út í sjóðandi vatn og hellti yfir eiginmanninn, hinn 81 árs Michael Baines.

Þetta gerðist 14. júlí á síðasta ári í Cheshire á Englandi. BBC skýrir frá þessu.

Fyrir dómi sagði Smith að daginn fyrir morðið hafi hún fengið upplýsingar um að Baines hefði beitt dóttur hennar og son kynferðisofbeldi árum saman þegar þau voru á barnsaldri.

Sonur hennar tók eigið líf 2007 en hafði að sögn skömmu áður sagt móður sinni að „barnaníðingur hefði káfað á honum“ og af þessum sökum sagðist Smith hafa trúað frásögn dóttur sinnar og ákveðið að hefna sín á Baines.

Eftir að hún hafði hellt vatninu yfir hann hljóp hún til nágranna og sagði þeim hvað hafði gerst. Þegar sjúkrabíll kom á vettvang voru kvalir Baines sagðar vera „ólýsanlegar“ og húð hans hékk utan á honum í flyksum. Hann fékk brunasár á 36% líkamans. Hann fór í fjölda aðgerða en lést fimm vikum eftir að Smith hellti vatninu yfir hann.

Hún sagðist hafa gert þetta í mikilli geðshræringu en saksóknari gerði lítið úr þeirri fullyrðingu hennar og benti á að ákveðin skipulagning hefði legið að baki morðinu, þar á meðal þær 13 mínútur sem það tók hana að sjóða vatnið og blanda sykrinum saman við það. Ekki var heldur sýnt fram á að Baines hefði brotið kynferðislega gegn börnum hennar.

Smith getur sótt um reynslulausn eftir 12 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Grikkir biðja ESB um stuðning til að verjast ágangi afganskra flóttamanna

Grikkir biðja ESB um stuðning til að verjast ágangi afganskra flóttamanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögðu hald á 1,5 tonn af kókaíni í lystisnekkju undan strönd Englands

Lögðu hald á 1,5 tonn af kókaíni í lystisnekkju undan strönd Englands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir komst að því að nýji nágranninn er dæmdur barnaníðingur – Hefur áhyggjur af dætrum sínum og veit ekki hvað skal gera

Faðir komst að því að nýji nágranninn er dæmdur barnaníðingur – Hefur áhyggjur af dætrum sínum og veit ekki hvað skal gera
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti hjásvæfu sína í miðju kynlífi – Læddist út frá eiginkonunni um miðja nótt

Myrti hjásvæfu sína í miðju kynlífi – Læddist út frá eiginkonunni um miðja nótt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlýjasti vetur sögunnar á Nýja-Sjálandi

Hlýjasti vetur sögunnar á Nýja-Sjálandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

James Webb geimsjónaukinn er loksins tilbúinn

James Webb geimsjónaukinn er loksins tilbúinn