fbpx
Miðvikudagur 28.janúar 2026
Pressan

Kettirnir átu eiganda sinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 22:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku fannst Clara Inés Tobón, 79 ára, látin í íbúð sinni í Madrid á Spáni. Fimm af sjö köttum hennar höfðu þá líklega  étið hluta af líki hennar en búið var að éta efri hluta líkamans.

El Mundo segir að nú sé verið að rannsaka nánar hvort kettirnir fimm hafi étið líkið.

Tobón bjó ein með sjö köttum í íbúðinni. Talið er að hún hafi látist fyrir þremur mánuðum. Nágrannar hennar segja að hún hafi lengi glímt við veikindi og hafi hugsanlega smitast af kórónuveirunni. Í lokin fór mjög slæm lykt að berast frá íbúð hennar og fór nágrannana þá að gruna að hún væri látin.

Tobóns flutti inn í íbúðina, sem er í miðborg Madrid, 1996. Hún er frá Kólumbíu og þar búa allir ættingjar hennar. Hún giftist aldrei og eignaðist ekki börn. Einu vinir hennar voru nágrannarnir í stigaganginum.

Nýlega fóru íbúar í fjölbýlishúsinu að taka eftir ýmsu sem benti til að hún væri látin. Ekki var svarað þegar dyrabjöllunni var hringt og póstkassinn var ekki tæmdur. Þeir hugsuðu með sér að hugsanlega væri hún á sjúkrahúsi.

Að lokum voru það flugurnar og óþefurinn sem hringdu viðvörunarbjöllum hjá nágrönnunum. „Stundum er slæm lykt frá köttunum eða frá matarkössunum sem eru hér en að þessu sinni var lyktin öðruvísi,“ sagði einn af nágrönnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískum TikTok-notendum brugðið yfir uppfærðum skilmálum vegna eigendaskiptanna

Bandarískum TikTok-notendum brugðið yfir uppfærðum skilmálum vegna eigendaskiptanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk áfall þegar hann sá fréttirnar: „Hann lét mér líða eins vel og mögulegt var“

Fékk áfall þegar hann sá fréttirnar: „Hann lét mér líða eins vel og mögulegt var“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaði ekkert nema fiskmeti í heilan mánuð – Áhrifin á heilsuna voru þessi

Borðaði ekkert nema fiskmeti í heilan mánuð – Áhrifin á heilsuna voru þessi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dánartíðni af völdum krabbameina hjá yngra fólki fækkar – með einni undantekningu

Dánartíðni af völdum krabbameina hjá yngra fólki fækkar – með einni undantekningu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Eftir að mér var bjargað, þegar ég kom aftur heim, þá vildi ég ekki ræða það sem gerðist við nokkurn mann“

„Eftir að mér var bjargað, þegar ég kom aftur heim, þá vildi ég ekki ræða það sem gerðist við nokkurn mann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ben litli hvarf sporlaust fyrir 35 árum – Óvænt bréf til móður hans gæti leyst ráðgátuna

Ben litli hvarf sporlaust fyrir 35 árum – Óvænt bréf til móður hans gæti leyst ráðgátuna