fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Eftirlíking af Monu Lisu seld á rúmlega 420 milljónir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 22:30

Leonardo da Vinci málaði Monu Lisu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er klikkun. Þetta er metverð fyrir eftirlíkingu af Monu Lisu,“ sagði talskona Christie‘s uppboðshússins á föstudaginn þegar eftirlíking af málverki Leonardo da Vinci af Monu Lisu seldist fyrir sem svarar til rúmlega 420 milljóna íslenskra króna.

Áratugum saman reyndi Raymond Hekking að sannfæra heimsbyggðina um að málverkið, sem hann keypti í franskri fornmunaverslun 1953, væri hið upprunalega málverk og að það sem hangir í Louvre safninu sé falsað. En það tókst honum ekki. Fyrir uppboðið í síðustu viku lagði hver sérfræðingurinn á fætur öðrum áherslu á að málverkið væri eftirlíking, sem sagt fölsun.

„Þetta líkist Monu Lisu en það er ekki málað með þeim gæðum sem einkenna Leonardo da Vinci,“ segir í yfirlýsingu frá Pierre Etienne, yfirmanni þeirrar deildar Christie‘s sem sér um gömul meistaraverk.

Þegar Hekking barðist fyrir því að fá viðurkennt að málverkið hans væri það upprunalega lagði hann áherslu á að upprunalega málverkinu hafi aldrei verið skilað aftur eftir að því var stolið í upphafi tuttugustu aldarinnar. Hann hélt því fram að það hefði endað í litlum bæ í Provence þar sem hann fann það.

Það var evrópskur safnari sem keypti málverkið en 14 buðu í það. Þegar búið var að bjóða 500.000 evrur í það fór næsta boð í 2,4 milljónir evra og lokaboðið var upp á 2,9 milljónir evra en það svarar til um 426 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu