fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022

uppboð

IKEA-stóll seldur fyrir 2,3 milljónir

IKEA-stóll seldur fyrir 2,3 milljónir

Pressan
27.11.2021

Nýlega var svokallaður Cavelli-stóll frá IKEA seldur fyrir sem svarar til um 2,3 milljóna íslenskra króna á uppboði í Svíþjóð. Stólinn er frá 1959 og greinilega þyngdar sinnar virði í gulli miðað við það verð sem kaupandinn var reiðubúinn til að greiða fyrir hann. Þetta er bólstraður tréstóll en aðeins nokkur eintök eru til í heiminum. Expressen skýrir frá Lesa meira

Gömlu garðstytturnar voru ekki það sem talið var

Gömlu garðstytturnar voru ekki það sem talið var

Pressan
18.10.2021

Í 15 ár höfðu tvær gamlar styttur prýtt garð einn i Sudbury í Suffolk á Englandi. Eigandinn keypti þær á uppboði og kom þeim fyrir í garðinum. Talið var að um eftirlíkingar af fornum egypskum styttum væri að ræða. En nýlega var nýju ljósi varpað á uppruna styttnanna og seldust þær í kjölfarið á sem svarar til um 35 milljóna Lesa meira

Eftirlíking af Monu Lisu seld á rúmlega 420 milljónir

Eftirlíking af Monu Lisu seld á rúmlega 420 milljónir

Pressan
23.06.2021

„Þetta er klikkun. Þetta er metverð fyrir eftirlíkingu af Monu Lisu,“ sagði talskona Christie‘s uppboðshússins á föstudaginn þegar eftirlíking af málverki Leonardo da Vinci af Monu Lisu seldist fyrir sem svarar til rúmlega 420 milljóna íslenskra króna. Áratugum saman reyndi Raymond Hekking að sannfæra heimsbyggðina um að málverkið, sem hann keypti í franskri fornmunaverslun 1953, væri hið upprunalega málverk og að það sem hangir í Louvre safninu sé falsað. Lesa meira

Sögufræg mynt seldist fyrir metfé

Sögufræg mynt seldist fyrir metfé

Pressan
09.06.2021

Sjaldgæf og sögufræg bandarísk gullmynt, sem er þekkt sem 1933 Double Eagle, var í gær seld á uppboði í New York og fékkst metverð fyrir þessa litlu mynt. Hún seldist á 18,9 milljónir dollara en það svarar til um 2,3 milljarða íslenskra króna. Myntin er því dýrasta mynt sögunnar. Söluverðið er ekki slæmt þegar haft er í huga að þegar Lesa meira

Diskur seldist á 700 milljónir – „Ég játa mistök mín“

Diskur seldist á 700 milljónir – „Ég játa mistök mín“

Pressan
04.06.2021

Þegar myndin, sem fylgir þessari frétt, er skoðuð er erfitt að ímynda sér að diskurinn, eða fatið, sem á henni sést sé 700 milljóna króna virði. En það er staðreynd og því vissara fyrir eiganda þess að meðhöndla það af ítrustu varkárni. Diskurinn var seldur á uppboði hjá danska uppboðshúsinu Bruun Rasmussen á miðvikudaginn og seldist á 35,5 Lesa meira

Merkilegur og sögulegur íslenskur fáni á uppboði í Danmörku

Merkilegur og sögulegur íslenskur fáni á uppboði í Danmörku

Fréttir
01.06.2021

Danska uppboðshúsið Bruun Rasmussen er nú með merkan og sögulegan íslenskan fána á uppboði. Því lýkur þann 07. júní en nú þegar er hægt að bjóða í fánann á netinu. Ekki kemur fram í uppboðslýsingu hver seljandinn er. Fáninn er 131×188 cm og er áritaður af Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðveldisins, en hann staðfesti einmitt lög númer 34/1944 um notkun Lesa meira

Kínverskur stóll seldist á 35 milljónir

Kínverskur stóll seldist á 35 milljónir

Pressan
16.04.2021

Það er greinilega mikill áhugi á gömlum kínverskum stólum ef marka má niðurstöðu uppboðs hjá danska uppboðsfyrirtækinu Brunn Rasmussen í vikunni. Þá seldist kínverskur stóll á 1,7 milljónir danskra króna, það svarar til um 35 milljóna íslenskra króna. Reiknað hafði verið með að fyrir stólinn myndu fást 15-20.000 danskar krónur, 300.000 til 400.000 íslenskar krónur. Lesa meira

Gleraugu Gandhi á uppboði – Gætu selst á 2,6 milljónir

Gleraugu Gandhi á uppboði – Gætu selst á 2,6 milljónir

Pressan
13.08.2020

Mahatma Gandhi er heimsþekktur fyrir hlut sinn í baráttunni fyrir sjálfstæði Indlands frá Bretlandi. Hann á marga aðdáendur víða um heim og nú geta þeir farið að kíkja í veskið til að kanna hvort þeir eigi næga peninga til að kaupa gleraugu Gandhi sem lést 1948. Gleraugun verða boðin upp þann 21. ágúst hjá East Bristol Auctions í Bretlandi að sögn Sky. Gleraugun voru Lesa meira

Keypti vasa á 8.000 krónur – Seldi hann fyrir 1,3 milljarða

Keypti vasa á 8.000 krónur – Seldi hann fyrir 1,3 milljarða

Pressan
17.07.2020

Um síðustu helgi seldist mörg hundruð ára gamall kínverskur vasi á sem svarar til 1,3 milljarða íslenskra króna á uppboði hjá Sotheby‘s. Óhætt er að segja að seljandinn hafi ávaxtað sitt pund vel því hann, eða öllu heldur hún, keypti vasann á uppboði hjá Sotheby‘s árið 1954 fyrir sem svarar til um 8.000 króna. Söluverðið nú var því Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af