fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Besti vinur mannsins fæðist með hæfileika til að skilja okkur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mörg þúsund árum hafa hundar lært að þekkja líkamstjáningu okkar mannanna. Þegar hvolpar eru aðeins átta vikna gamlir geta flestir skilið þegar fólk bendir á eitthvað eða vill fá þá til að gera eitthvað sérstakt.

Á þeim þúsundum ára sem eru liðin síðan menn byrjuðu að temja hunda og halda hunda hafa þeir lært að lesa vel í líkamstjáningu okkar og hafa þróað með sér erfðan hæfileika til að lesa líkamstjáningu okkar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við University of Arizona.

„Það voru sannanir fyrir að fullorðnir hundar hefðu greinilega félagslega hæfileika en í rannsókn okkar fundum við sannanir fyrir að hvolpar, eins og fólk, eru líffræðilega tilbúnir til að eiga í félagslegum samskiptum við aðra,“ er haft eftir Emily Bray, doktor í mannfræði í fréttatilkynningu frá háskólanum.

Vísindamennirnir segja að þrátt fyrir að það séu einstaklingsbundnir þættir sem spila inn í samband hunda og manna þá séu að minnst kosti 40% af þessum hæfileikum erfðafræðilegir.

Vísindamennirnir rannsökuðu 375 hvolpa sem voru allir 8 vikna gamlir. Þeir voru af tegundunum golden retriever og labrador. Í tilrauninni fengu þeir það verkefni að finna góðgæti sem var falið undir bolla. Niðurstaðan var að í 70% tilfella var auðveldara fyrir hvolpana að finna góðgæti ef einhver benti á bollann sem það var undir. Í samanburðarhópnum áttu hvolparnir að finna góðgæti hjálparlaust og höfðu aðeins þefskyn sitt sér til aðstoðar. Árangur þess hóps var miklu síðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim