fbpx
Laugardagur 25.maí 2024

Hundar

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Pressan
Fyrir 1 viku

Stress getur haft margvísleg áhrif á líkama okkar, allt frá hjartslætti til þeirra efna sem líkaminn losar út í blóðrásina. Svo virðist sem hundar geta fundið lykt af þessum stressbreytingum. ScienceAlert skýrir frá þessu og vísar í niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í PLOS ONE. Það er auðvitað löngu vitað að þefskyn hunda er mjög gott Lesa meira

Tíkin Tita var drepin á Laugarási – „Tímaspursmál hvenær þessir hundar ráðast á eitthvað annað“

Tíkin Tita var drepin á Laugarási – „Tímaspursmál hvenær þessir hundar ráðast á eitthvað annað“

Fréttir
Fyrir 2 vikum

Eigandi lítils hunds sem var drepinn af tveimur hundum inni á lóð nágranna í Laugarási furðar sig á því að lögregla virðist lítið ætla að gera í málinu. Hún segir hundana hafa valdið meiri skaða og óttast um börnin, sem meðal annars koma mörg í Laugarás til að heimsækja dýragarðinn Slakka. Eigandi hundanna tveggja segir Lesa meira

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“

Fréttir
Fyrir 3 vikum

Kornelia Nowakowska leitar nú að eiganda hunds sem beit tíkina hennar svo illa að hún hefur þurft að fara í margar aðgerðir. Eigandinn, sem er kona, neitaði að gefa upp nafn eftir atvikið og gekk í burtu. Tíkin er sárkvalin og hefur þurft að fara í aðgerðir vegna þess að hún fékk drep í húðina. Lesa meira

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Fókus
Fyrir 4 vikum

Rétt eins og mannanöfn taka hundanöfn miklum breytingum með tíðarandanum. Jafn vel meiri breytingum ef eitthvað er. Á vef Árnastofnunar birti Emily Lethbridge, rannsóknardósent, yfirlitsgrein um íslensk hundanöfn og hvernig þau hafa breyst í gegnum aldirnar. Sámur á Hlíðarenda Sjálf á hún tík sem kallast Mollý, eða eins og stendur á dýralæknavottorðinu hennar, Mollý Karlotta Lesa meira

Tíu algengar mýtur um hunda

Tíu algengar mýtur um hunda

Fókus
01.04.2024

Hundar hafa fylgt manninum frá örófi alda og í gegnum tíðina hafa margskonar mýtur skapast um þessa loðnu ferfætlinga sem er rétt er að freista þess að vinda ofan af. Hvert ár hjá mönnum jafngildir sjö hundaárum Kannski ágætis þumalputtaregla en því fer þó fjarri að hægt sé að heimfæra hana yfir á allar hundategundir Lesa meira

Skelfileg meðferð á heimilishundum – Saur fastur í feldum sem önguðu af reykingalykt

Skelfileg meðferð á heimilishundum – Saur fastur í feldum sem önguðu af reykingalykt

Fréttir
22.02.2024

Birt hefur verið niðurstaða Matvælaráðuneytisins vegna kæru einstaklings en Matvælastofnun hafði fjarlægt tvo hunda af heimili viðkomandi eftir að lögreglan tilkynnti stofnuninni um að hundarnir byggju við slæman aðbúnað og vanrækslu. Við skoðun hjá dýralækni kom meðal annars fram að saur væri fastur í feldum hundanna og að mikil reykingalykt væri af þeim. Staðfesti ráðuneytið Lesa meira

Taldi 76 hundakúka í göngutúrnum – „Fólk er að stíga í þetta“

Taldi 76 hundakúka í göngutúrnum – „Fólk er að stíga í þetta“

Fréttir
19.02.2024

Nú þegar mikil og þykk snjóþekja er að víkja á höfuðborgarsvæðinu vegna hlýinda kemur önnur þekja í ljós. Þekja brúns hundaskíts sem hefur verið falin í sköflunum en bráðnar ekki eins og fönnin. Þeir sem verða mest varir við þennan ófögnuð eru hundaeigendur sjálfir. Enda eru þeir hvað mest á göngu. En einnig börn og Lesa meira

Lungnaormur fannst í fyrsta sinn í íslenskum hundi – Geta dvalið í sniglum

Lungnaormur fannst í fyrsta sinn í íslenskum hundi – Geta dvalið í sniglum

Fréttir
24.01.2024

Sníkjudýr sem kallast lungnaormur hefur greinst í fyrsta skipti í hundi hér á landi. Helstu einkenni eru krónískur hósti sem getur endað í uppköstum. Matvælastofnun greinir frá því að lungnaormurinn, crenosoma vulpis á latínu, hafi fundist í hundi sem fluttur var inn frá Svíþjóð fyrir um ári síðan. Um er að ræða sníkjuþráðorm sem heldur Lesa meira

Skott og eyrnastýfðir Doberman hundar fluttir inn – Aðgerðin bönnuð á Íslandi

Skott og eyrnastýfðir Doberman hundar fluttir inn – Aðgerðin bönnuð á Íslandi

Fréttir
20.12.2023

Borið hefur á því að fluttir séu inn til Íslands Doberman hundar sem skottið hefur verið klippt af og eyrunum breytt þannig að þau standi upp í loft, svokallaðar skott og eyrnastýfingar. Aðgerðir sem þessar eru bannaðar á Íslandi og Hundaræktarfélag Íslands mun banna sýningar á stýfðum hundum árið 2025. Nokkuð mikil umræða hefur skapast um málið á Facebook-grúbbunni Hundasamfélaginu þar Lesa meira

Þurfti á hundunum sínum að halda vegna andlegra veikinda – Fékk ekki að hafa þá í heimaeinangrun

Þurfti á hundunum sínum að halda vegna andlegra veikinda – Fékk ekki að hafa þá í heimaeinangrun

Fréttir
21.11.2023

Þann 17. nóvember síðastliðinn var kveðinn upp úrskurður matvælaráðuneytisins um kæru sem lögð var fram vegna synjunar Matvælastofnunar á leyfi til að einangrun tveggja hunda sem fluttir voru til landsins færi fram í heimahúsi. Óskaði kærandinn eftir leyfinu á grundvelli þess að viðkomandi þyrfti á hundunum að halda vegna andlegra veikinda. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af