fbpx
Fimmtudagur 27.janúar 2022
Pressan

Mikið mannfall meðal Talibana

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. maí 2021 07:50

Frá Afganistan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 100 liðsmenn Talibana féllu í átökum við afganska stjórnarherinn á einum sólarhring um helgina. Afganska varnarmálaráðuneytið skýrir frá þessu. Segir að átök hafi staðið yfir víða í landinu á sama tíma og alþjóðlegt herlið er að hafa sig á brott.

Á sunnudaginn afhentu bandarískir hermenn afgönskum kollegum sínum yfirráð yfir Antonik herstöðinni í Helmand héraði. Herstöðin verður framvegis notuð af afgönskum sérsveitum sem hafa hlotið þjálfun hjá bandarískum hermönnum og hermönnum frá NATO í baráttu við hryðjuverkamenn.

Bandaríkjamenn gerðu loftárás á sveitir Talibana í Kandahar á laugardaginn.

Stjórnarherinn tókst á við Talibana víða um land á laugardag og sunnudag og féllu rúmlega 100 Talibanar í þeim og 52 særðust. Ekki hefur verið skýrt frá hvort mannfall hafi orðið hjá stjórnarhernum. Talibanar hafa ekki sagt neitt um átök helgarinnar.

Um 2.500 bandarískir hermenn eru í Afganistan en brottflutningur þeirra hófst á laugardaginn og á að vera lokið fyrir 11. september. Í heildina eru um 9.600 erlendir hermenn í landinu og verða þeir allir kvaddir heim á næstu mánuðum. Afganskir embættismenn segja að allir útlendir hermenn verði nú fluttir í Bagram herstöðina sem er stærsta bandaríska herstöðin í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Presturinn átti sér leyndarmál í kjallaranum

Presturinn átti sér leyndarmál í kjallaranum
Pressan
Fyrir 2 dögum

James Webb-geimsjónaukinn er kominn á áfangastað

James Webb-geimsjónaukinn er kominn á áfangastað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárþurfi prins selur skíðakofann sinn til að greiða lögmannskostnað vegna barnaníðsmáls

Fjárþurfi prins selur skíðakofann sinn til að greiða lögmannskostnað vegna barnaníðsmáls
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sænskur prestur fær reynslulausn – Dæmdur fyrir aðild að morði

Sænskur prestur fær reynslulausn – Dæmdur fyrir aðild að morði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu hlutir sem þú þværð örugglega aldrei en ættir að þvo

Tíu hlutir sem þú þværð örugglega aldrei en ættir að þvo
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn fækkar barnsfæðingum í Kína – Tíðnin hefur ekki verið lægri í 61 ár

Enn fækkar barnsfæðingum í Kína – Tíðnin hefur ekki verið lægri í 61 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan var viss um að hafa fundið morðingja stúlknanna – En málið tók óvænta og banvæna stefnu

Lögreglan var viss um að hafa fundið morðingja stúlknanna – En málið tók óvænta og banvæna stefnu