fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Pressan

Breskir úrvalshermenn eiga að elta Rússa um allan heim

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. apríl 2021 08:00

Breskur hermaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrvalssveitir breska hersins, oft nefndar SAS, eiga að halda aftur af umsvifum Rússa í Afríku, á botni Atlantshafsins og víðar. Sveitirnar egia að eltast við rússneska njósnara og hermenn um allan heim og verður bæði um leynilegar aðgerðir að ræða og aðgerðir þar sem ekki verður farið leynt.

Meðal þess sem er í bígerð er að smíða sérstakt njósnaskip sem á að vera tilbúið 2024. Það á að sigla um Atlantshafið og á aðallega að eltast við sérsmíðaðan rússneskan kafbát „Losharik“ sem er talinn geta komið sér fyrir á hafsbotni og tengst við þær margar neðansjávarkapla sem tengja Internetið í Bandaríkjunum og Evrópu saman.

Þessi kaplar eru notaðir til að senda upplýsingar um fjármagnsfærslur en einnig leynilegar upplýsingar sem vestræn ríki skiptast á.

Skipið er einn hluti af breytingum á breska hernum sem voru kynntar nýlega en markmiðið er að nútíma- og tæknivæða hann. Bretar bentu nýlega á Rússa og Kínverja sem helstu óvini sína en Norður-Kórea og Íran eru einnig á óvinalistanum.

Fram að þessu hafa ógnir frá óvinveittum ríkjum aðallega verið mál fyrir leyniþjónusturnar MI6 og GCHQ en nú munu úrvalssveitir hersins í auknum mæli koma að þessum málum í samvinnu við leyniþjónusturnarSAS á að fylgjast með starfsemi Rússa víða um heim og þá sérstaklega starfsemi leyniþjónustunnar GRU en það er hún sem stóð á bak við morðtilræðið við Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury fyrir þremur árum.

The Telegraph segir að ætlunin sé að sérsveitirnar starfi í Afríku þar sem margir rússneskir málaliðar eru en talið er að þeim sé stýrt beint af yfirvöldum í Kreml eða GRU. Þetta gera Rússar til að auka áhrif sín í Afríku en Bretar eru lítt hrifnir af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blóðtappar uppgötvuðust í tilraunum með Janssen-bóluefnið

Blóðtappar uppgötvuðust í tilraunum með Janssen-bóluefnið
Pressan
Í gær

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpanir í spillingarmálum gera Netanyahu erfitt fyrir við ríkisstjórnarmyndun

Afhjúpanir í spillingarmálum gera Netanyahu erfitt fyrir við ríkisstjórnarmyndun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íranir ætlar að hefna sín á Ísrael eftir rafmagnsleysi í kjarnorkuveri

Íranir ætlar að hefna sín á Ísrael eftir rafmagnsleysi í kjarnorkuveri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bretar hafa náð markmiðum sínum – Öllum yfir fimmtugu hefur verið boðin bólusetning

Bretar hafa náð markmiðum sínum – Öllum yfir fimmtugu hefur verið boðin bólusetning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er allsherjarstríð yfirvofandi í Evrópu?

Er allsherjarstríð yfirvofandi í Evrópu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar