fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Pressan

ESB framlengir ókeypis farsímareiki til 2032 – Ísland er með í samningnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. desember 2021 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein vinsælasta aðgerð ESB frá upphafi er væntanlega ákvörðun sambandsins um að farsímanotendur geti notað farsíma sína utan heimalanda sinna án þess að þurfa að greiða aukalega fyrir það. Skiptir þá engu hvort þeir hringja, senda sms eða nota internetið. Nú hafa samningamenn þings sambandsins og aðildarríkjanna náð samkomulagi um að framlengja samninginn um ókeypis farsímareiki fram til 2032 en hann tók gildi 2017.

Áður en þessi samningur tók gildi áttu farsímanotendur himinháa reikninga yfir höfði sér ef þeir leyfðu sér að nota farsíma sína utan heimalandsins. En með tilkomu samningsins gátu þeir óhræddi dregið símann upp erlendis og notað hann án þess að eiga á hættu að fá himinháan reikning.,

Samningurinn gildir fyrir öll 27 aðildarríki ESB og Ísland, Liechtenstein og Noreg. Bretland er ekki lengur með í samningnum enda hefur landið yfirgefið ESB.

Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdastjórn ESB þá hefur ókeypis reiki gjörbreytt farsímanotkun í álfunni. Sumarið 2019 var gagnanotkunin 17 sinnum meiri en sumarið 2016 en þá hafði samningurinn ekki tekið gildi og verðin því himinhá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn