fbpx
Mánudagur 23.maí 2022
Pressan

Gæti hafa fundið hina dularfullu níundu plánetu fyrir 38 árum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 19:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar hafa lengi rætt um hvort níunda plánetan sé á braut um sólina. Ef svo er þá er hún mjög langt frá sólinni, svo langt að við höfum aldrei séð hana. En niðurstöður nýrrar rannsóknar styðja tilgátur um tilvist þessarar dularfullu plánetu.

Michael Rowan-Robinson, stjörnufræðingur hjá Imperial College London, fór yfir gögn frá gervihnettinum IRAS frá 1983 og fann þar þrjú atriði sem gætu verið frá níundu plánetunni og geta hugsanlega komið að gagni við að staðfesta hvort hún er til eður ei og þá hvar hún er. Science Alert skýrir frá þessu.

Rowan-Robinson setur þó fyrirvara við uppgötvun sína og skrifar í rannsókninni að ekki sé sannað að þessi þrjú atriði séu í raun staðfesting á tilvist plánetunnar.

Gögnin eru ekki í góðum gæðum og Rowan-Robinson segir að ef þau séu frá plánetunni sé aðallega hægt að nota þau til að staðfesta tilvist hennar og síðan til að staðsetja hana.

Samkvæmt kenningum þá er níunda plánetan 400 til 800 stjarnfræðieiningar frá sólinni. Ein stjarnfræðieining er meðal vegalengdin á milli sólarinnar og jarðarinnar. Til að setja þetta í samhengi má nefna að Plútó er í um 40 stjarnfræðieiningar frá sólinni.

Plánetan, ef hún er til, er því gríðarlega langt frá sólinni og þar af leiðandi mjög köld og endurkastar ekki miklu sólarljósi sem gerir að verkum að erfitt verður að finna hana.

Fræðilega séð er IRAS í standi til að taka eftir ferðum níundu plánetunnar og skrá þær. Af þeim sökum ákvað Rowan-Robinson að fara yfir gögn frá gervihnettinum og bera saman við atriði sem geta passað við níundu plánetuna. Í júní, júlí og september 1983 fann hann gögn sem sýna stóran hlut á ferð um himingeiminn, þetta gæti verið níunda plánetan. Ef svo er þá er massi hennar 3-5 sinnum meiri en massi jarðarinnar og hún er ekki 400 til 800 stjarnfræðieiningar frá sólinni heldur 225 einingar. Þessi gögn geta einnig veitt upplýsingar um sporbraut plánetunnar um jörðina og hvar hún er í dag.

Óhætt er að segja að ef þessi gögn reynast eiga við níundu plánetuna þá eru það stór tíðindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb er komið með „OMG“ síu – Þetta eru geggjuðustu húsin sem eru til leigu – Myndir

Airbnb er komið með „OMG“ síu – Þetta eru geggjuðustu húsin sem eru til leigu – Myndir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinur Pútíns montar sig við ung börn – „Hérna sjáiði tilraunaskot flauganna okkar“

Vinur Pútíns montar sig við ung börn – „Hérna sjáiði tilraunaskot flauganna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru helstu einkenni apabólu

Þetta eru helstu einkenni apabólu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sagður hafa berað sig fyrir framan flugfreyju

Elon Musk sagður hafa berað sig fyrir framan flugfreyju