fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Pressan

Þýskir læknar og hjúkrunarfræðingar fá sífellt fleiri hótanir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 16:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskir læknar og hjúkrunarfræðingar fá sífellt fleiri hótanir en þetta hefur verið vaxandi vandamál síðan heimsfaraldurinn skall á. Stéttarfélög hafa varað við þessu og segja óásættanlegt að heilbrigðisstarfsfólk verði fyrir hótunum þegar það sinnir störfum sínum. Svo virðist sem hótanirnar færist í aukana eftir því sem spennan í þýsku samfélagi vex vegna stöðu heimsfaraldursins.

„Læknar tilkynna oftar og oftar um fjandskap og hótanir eftir að heimsfaraldurinn skall á,“ sagði Susanne Johna, formaður læknasamtakanna Marburger Bund, í samtali við Funke Mediengruppe. Hún sagði einnig að heilbrigðisstarfsfólk, sem hvetur til bólusetninga gegn kórónuveirunni, verði oftar fyrir hótunum.

Þýska sambandslögreglan, Bundeskriminalamt (BKA) sagði nýlega að andstæðingar bólusetninga og þeir sem afneita kórónuveirufaraldrinum ógni öryggi bólusetningamiðstöðva og heilsugæslustöðva.

Johna sagðist sjálf hafa þurft að loka á fólk á Twitter og Facebook vegna hótana sem henni berast á samfélagsmiðlunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu lík tveggja COVID-19-sjúklinga – Létust fyrir 15 mánuðum

Fundu lík tveggja COVID-19-sjúklinga – Létust fyrir 15 mánuðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hvarf á leið í skólann í janúar 1979 – Fyrir 14 dögum leysti lögreglan ráðgátuna

Hún hvarf á leið í skólann í janúar 1979 – Fyrir 14 dögum leysti lögreglan ráðgátuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Mér hefur aldrei liðið svona illa, ég vildi óska að ég hefði verið bólusettur“

„Mér hefur aldrei liðið svona illa, ég vildi óska að ég hefði verið bólusettur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál – Tveimur konum var hent fyrir framan sitthvort sjúkrahúsið – Nú eru þær báðar dánar

Dularfullt mál – Tveimur konum var hent fyrir framan sitthvort sjúkrahúsið – Nú eru þær báðar dánar