fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Missti af flugvélinni á Kastrup – Þá hófust vandræði hans fyrir alvöru

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 06:25

Kastrup. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina var maður handtekinn á Kastrupflugvellinum í Kaupmannahöfn eftir að hann missti af fluginu sem hann ætlaði með úr landi. Hann var þó ekki handtekinn fyrir að missa af flugvélinni enda ekki saknæmt að missa af flugi, frekar bara aulaskapur.

Hann var handtekinn eftir að tollverðir fundu 5,5 milljónir danskra króna í reiðufé í ferðatösku hans. Þetta svarar til um 110 milljóna íslenskra króna.

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem ferðalangur er handtekinn á Kastrup með milljónir í farteskinu. Báðir voru þeir á leið úr landi.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til loka nóvember á laugardaginn en hann er grunaður um peningaþvætti og hylmingu. Hann er á fimmtugsaldri. Lögreglan hefur ekki viljað skýra frá hvert hann var að fara.

Um miðjan október var maður á sama aldri handtekinn á Kastrup þegar hann ætlaði til Tyrklands. Hann var með 3,5 milljónir danskra króna í reiðufé í ferðatöskunni sinni. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um peningaþvætti og hylmingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar