fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Telja sig hafa leyst 25 ára gamla sænska morðgátu – Unglingsstúlka var myrt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 06:06

Malin Lindström

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. nóvember 1996 steig Malin Lindström, frá Järved í Svíþjóð, upp í strætisvagn númer 147 en hún var á leið heim til vinkonu sinnar. En Malin skilaði sér aldrei á áfangastað og hún kom heldur aldrei aftur heim. Eftir mikla leit fannst lík hennar sex mánuðum síðar í skógi.

Málið hefur verið óleyst fram að þessu en nú telur lögreglan sig hafa leyst það. Sænska ríkisútvarpið segir að ný DNA-gögn hafi orðið til þess að lögreglan hafi nú beint sjónum sínum að ákveðnum manni en hann lá undir grun í málinu fyrir margt löngu.

Maðurinn, sem er nokkrum árum eldri en Malin, var handtekinn á sínum tíma og ákærður fyrir að hafa myrt hana. Hann var sakfelldur í undirrétti en hann áfrýjaði dómnum og var sýknaður af æðra dómstigi. Dómararnir töldu að ekki væru nógu sterkar sannanir fyrir að hann hefði myrt Malin.

En með nýrri tækni varðandi DNA-rannsóknir hafa ný gögn komið fram og maðurinn, sem er nefndur „Malinmaðurinn“ var yfirheyrður á nýjan leik nýlega. Ástæðan er DNA úr sæði sem fannst á buxum Malin og passar við DNA mannsins.

„Hann segist ekki hafa neina skýringu á af hverju hann sé tengdur við sæðisblettinn á buxum Malin, að erfðaefni hans hafi fundist á fórnarlambinu,“ sagði Mats Svensson, saksóknari, í samtali við Sænska ríkisútvarpið.

Expressen segir að í sumar hafi sérfræðingum tekist að finna DNA í sæði sem fannst á buxum Malin. Þetta DNA passaði við DNA úr „Malinmanninum“ þegar lögreglan rannsakaði blóðsýni sem var tekið úr manninum 1997.

Maðurinn neitar sök. Svensson sagði að nú verði öllum málsgögnum safnað saman og send til ríkissaksóknara sem muni væntanlega senda öll málsgögn til hæstaréttar fyrir áramót og mun rétturinn þá taka afstöðu til hvort gögnin séu þess eðlis að málið verði tekið upp á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?