fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. október 2021 18:30

Frá landamærum Litháens og Hvita-Rússlands. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil fjölgun hefur orðið á komum förufólks til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi og í gegnum Pólland. Frá því í ágúst hafa rúmlega 4.300 manns komið þessa leið. Flestir frá Írak, Sýrland, Jemen og Íran.

Þýska sambandslögreglan skýrði frá þessu á miðvikudaginn. Frá því í janúar og fram í júlí komu 26 manns þessa leið. Í ágúst komu 474 og í september 1.914. Frá 1. október til og með 11. október hafði lögreglan skráð 1.934 sem komu þessa leið.

Þjóðverjar líta á fólkið sem ólöglega innflytjendur.

Aukningin er rakin til spennunnar á milli Hvíta-Rússlands og margra nágrannaríkja. Aleksandr Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, tilkynnti í maí að ríkisstjórn hans myndi ekki lengur koma í veg fyrir að förufólk færi áfram til ríkja ESB. Þetta voru viðbrögð hans við hertum refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara
Pressan
Fyrir 3 dögum

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni