fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023

Hvíta-Rússland

Úkraínski herinn hefur fengið óvæntan og hjálpsaman bandamann

Úkraínski herinn hefur fengið óvæntan og hjálpsaman bandamann

Fréttir
Fyrir 1 viku

Mildur vetur hefur orðið til þess að úkraínski herinn hefur getað slakað aðeins á við landamærin að Hvíta-Rússlandi en Úkraínumenn óttast að Hvítrússar muni blanda sér í stríðið og ráðast inn í Úkraínu. En það er ekki bara milda veðrið sem kemur Úkraínumönnum til hjálpar því þeir hafa eignast óvæntan og hjálpsaman bandamann á þessu Lesa meira

Fyrrum hvítrússneskur ráðherra segir að Vesturlönd megi ekki vanmeta Lukashenko

Fyrrum hvítrússneskur ráðherra segir að Vesturlönd megi ekki vanmeta Lukashenko

Fréttir
Fyrir 2 vikum

Hvíta-Rússland hefur ekki blandað sér beint í stríðið í Úkraínu en stjórnarandstaðan í landinu óttast að fljótlega verði gripið til herkvaðningar og að Aleksandr Lukashenko, forseti, hyggist blanda sér í stríðið. Pavel Latusjka, fyrrum menningarmálaráðherra Hvíta-Rússlands, varar Vesturlönd við því að vanmeta Lukashenko. Í samtali við RND sagði hann að Hvíta-Rússland geti gengið til liðs við Rússa í stríðinu Lesa meira

Lukashenko hvetur Úkraínumenn til að hætta að berjast til að sleppa við „tortímingu“

Lukashenko hvetur Úkraínumenn til að hætta að berjast til að sleppa við „tortímingu“

Fréttir
25.11.2022

Aleksandr Lukashenko, forseti og einræðisherra í Hvíta-Rússlandi, hvatti í gær Úkraínumenn til að hætta að berjast til að sleppa við „tortímingu“. Hann sagði að „allt sé í höndum Úkraínumanna“. Sky News skýrir frá þessum orðum einræðisherrans. Fram kemur að Lukashenko hafi sagt fréttamönnum að Úkraínumenn hafi þetta allt í sínum höndum núna ef þeir vilja ekki að Lesa meira

Rússar sagðir undirbúa hryðjuverkaárás á kjarnorkuver í Hvíta-Rússlandi

Rússar sagðir undirbúa hryðjuverkaárás á kjarnorkuver í Hvíta-Rússlandi

Fréttir
22.11.2022

Úkraínska leyniþjónustan segir að Rússar séu að undirbúa hryðjuverkaárás á kjarnorkuver í Hvíta-Rússlandi. Hún verði gerð undir fölsku flaggi og verði Úkraínu og NATO kennt um. Daily Mail skýrir frá þessu og segir að Rússar hafi í hyggju að ráðast á Astravets kjarnorkuverið í Grodno sem og innviði í Brest. Kjarnorkuverið er nærri litháensku landamærunum og aðeins um 40 km frá Vilnius, höfuðborg Litháen. Lesa meira

Pútín búinn að koma ofurvopnum fyrir í Hvíta-Rússlandi

Pútín búinn að koma ofurvopnum fyrir í Hvíta-Rússlandi

Fréttir
02.11.2022

Miðað við það sem sést á gervihnattarmyndum þá eru Rússar búnir að koma ofurhljóðfráum flugskeytum og orustuþotum fyrir í Hvíta-Rússlandi. Þetta kemur fram í umfjöllun norska miðilsins Faktisk Verifiserbar sem byggir þetta á gervihnattarmyndum frá Planet Labs. Á myndunum sjást þrjár rússneskar MiG-31K orustuþotur en Hvítrússar eiga ekki slíkar þotur. Þær eru staðsettar í Machulischchi-flugstöðinni sem er sunnan við höfuðborgina Minsk. Við hlið vélanna eru gámar Lesa meira

Faldi sönnunargögn um lygar Pútíns í bangsa

Faldi sönnunargögn um lygar Pútíns í bangsa

Fréttir
28.10.2022

Nærri landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands er bærinn Mazyr, sem er í Hvíta-Rússlandi. Bærinn tengist stríðinu í Úkraínu ekki neitt, en samt er ákveðin tenging. Ótrúleg frásögn eins bæjarbúa getur hafa átt sinn þátt í að afhjúpa leyndarmál Pútíns og varpa ljósi á lygar hans um stríðið. CNN skýrir frá þessu. Segir miðillinn að aðalpersónan í málinu sé nefnd Lesa meira

Undirbúa hvítrússneska herinn fyrir stríð

Undirbúa hvítrússneska herinn fyrir stríð

Fréttir
12.10.2022

Hvítrússneska varnarmálaráðuneytið er nú að fara yfir stöðu mála hjá her landsins til að ganga úr skugga um að hann sé tilbúinn í stríð. CNN skýrir frá þessu. Í gær tilkynntu hvítrússnesk yfirvöld að þau séu reiðubúin til að senda hersveitir til Úkraínu í samvinnu við Rússa til að „verjast“ og tryggja „öryggi“ landsins. Ekki var Lesa meira

Lukashenko fordæmir Rússa sem flýja herkvaðningu

Lukashenko fordæmir Rússa sem flýja herkvaðningu

Fréttir
27.09.2022

Aleksandr Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, fordæmir þá Rússa sem flýja nú til útlanda til að komast hjá því að verða kallaðir í herinn. „Ef það eru 30.000 eða jafnvel 50.000 sem eru flúnir. Hefðu þeir verið okkar fólk ef þeir hefðu verið um kyrrt? Látið þá fara,“ sagði hann að sögn Sky News. Lukashenko stýrir Hvíta-Rússlandi harðri hendi en hann Lesa meira

Áhættusamt spil í Austur-Evrópu gæti valdið stríði

Áhættusamt spil í Austur-Evrópu gæti valdið stríði

Eyjan
18.11.2021

Átök á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, deilur um gas, liðsafnaður Rússa við úkraínsku landamærin. Allt eru þetta dæmi um vaxandi spennu í Austur-Evrópu og ekki er hægt að útiloka að til stríðsátaka komi. Rússar hafa að undanförnu gert umheiminum ljóst að þeir ráða yfir stóru vopnabúri sem geti gert andstæðingum þeirra lífið leitt. Þeir eru einnig í Lesa meira

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi

Pressan
15.10.2021

Mikil fjölgun hefur orðið á komum förufólks til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi og í gegnum Pólland. Frá því í ágúst hafa rúmlega 4.300 manns komið þessa leið. Flestir frá Írak, Sýrland, Jemen og Íran. Þýska sambandslögreglan skýrði frá þessu á miðvikudaginn. Frá því í janúar og fram í júlí komu 26 manns þessa leið. Í ágúst Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af