fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Hryllingsmínúturnar 34 í Kongsberg – Sá grunaði sagður hafa snúist til Íslamstrúar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 04:33

Lögreglumenn að störfum í Kongsberg í gærkvöldi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 34 mínútur gekk 37 ára danskur ríkisborgari um í Kongsberg í Noregi og skaut á fólk með boga og örvum. Hann er einnig sagður hafa verið með hníf. Honum tókst að flýja undan lögreglunni eftir að hafa skotið örvum að lögreglumönnum. Að minnsta kosti fimm létust og tveir særðust. Lögreglan rannsakar hvort um hryðjuverk hafi verið að ræða en TV2 skýrði frá því í nótt að maðurinn hefði snúist til Íslamstrúar.

Lögreglunni barst fyrsta tilkynningin um málið klukkan 18.13 að staðartíma. Þá var tilkynnt um mann með boga og örvar og væri hann að miða á fólk í miðbænum. Samkvæmt frásögnum vitna var um öflugan boga að ræða.

Lögreglan áttaði sig fljótlega á að hún stóð frammi fyrir skelfilegu máli. Maðurinn fór víða um miðbæinn í Kongsberg og skaut á fólk.

Lögreglan sendi frá sér fréttatilkynningu í nótt þar sem segir að hinn grunaði sé 37 ára danskur ríkisborgari búsettur í Kongsberg. Skýrt var frá þessu þar sem margar sögur gengu á samfélagsmiðlum um hver maðurinn væri.

Lögreglumenn að störfum í Kongsberg. Mynd:EPA

Miðbær Kongsberg er alla jafna mjög rólegt svæði þar sem barnafjölskyldur búa og fjöldi verslana er í miðborginni. En á þeim 34 mínútum sem liðu frá því að lögreglunni barst fyrst tilkynning um manninn og þar til hann var handtekinn breyttist miðborgin í blóði drifið svæði. Maðurinn virðist hafa skotið á þá sem voru svo óheppnir að verða á vegi hans. Øyvind Aas, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi í gærkvöldi að vettvangurinn væri stór og umfangsmikill.

Lögreglumenn komu auga á árásarmanninn fljótlega eftir að tilkynnt var um ferðir hans en þá hafði hann skotið á fólk sem var inni í Coop Express verslun í miðbænum. Honum tókst að flýja undan lögreglunni eftir að hafa skotið mörgum örvum að lögreglumönnum. „Hann notaði öflugan boga. Ekkert leikfang heldur banvænt vopn,“ sagði Aas í samtali við DN.

Lögreglumaður á frívakt, sem var þar af leiðandi ekki einkennisklæddur, var í versluninni og skaut maðurinn hann í bakið. Hann liggur nú á sjúkrahúsi ásamt öðru fórnarlambi en áverkar þeirra eru ekki sagðir lífshættulegir.

Lýsingar vitna

Sarkis Younan, 24 ára námsmaður, býr nærri versluninni og varð vitni að fyrstu aðgerðum lögreglunnar. Í samtali við VG sagðist hann hafa verið að horfa á sjónvarpið þegar hann heyrði sírenuvæl og síðan hafi hann heyrt lögreglumenn öskra: „Leggðu vopnið frá þér.“ Síðan komu fleiri lögreglubílar og lögreglumenn með skyldi og annan varnarbúnað hlupu inn í verslunina. Árásarmanninum tókst að hlaupa út úr versluninni og á brott. „Hann hvarf frá vettvangi og gekk laus um hríða þar til við komust í samband við hann og gátum handtekið hann,“ sagði Aas.

Lögreglumenn eltu manninn á hlaupum eftir götum og í gegnum garða í miðbænum. Meðfram leiðinni lá dáið og sært fólk.

Hér sést ein af örvunum sem morðinginn skaut. Mynd:EPA

Thomas Nilsen, sem býr í miðbænum, sagði í samtali við Dagbladet að hann hefði heyrt „öskur sem vakti mikinn óhug“. „Skömmu síðar heyrði ég annað rosalegt öskur frá konu. Ég hef aldrei heyrt neitt þessu líkt. Þetta var dauðaöskur,“ sagði hann. Hann sagði að úti á götunni hafi algjör ringulreið ríkt. Margir lögreglumenn hafi verið á vettvangi og margir særðir sem fengu aðstoð.

Lögreglan skaut aðvörunarskotum að manninum áður en hann var handtekinn.

Ekki hefur verið skýrt frá hversu margir létust eftir að manninum tókst að flýja úr Coop versluninni.

Lögreglan staðfesti í nótt að fimm hafi látist en veitti engar frekari upplýsingar um þá látnu.

Loks handtekinn

Maðurinn var handtekinn klukkan 18.47 eða 34 mínútum eftir að lögreglunni barst fyrsta tilkynningin um árásina. Húsleit var gerð heima hjá manninum í nótt.

Mikill fjöldi lögreglumanna hefur verið í Kongsberg síðan í gærkvöldi og hermenn þeim til aðstoðar. Leyniþjónusta lögreglunnar var strax látin vita af málinu af ótta við að um hryðjuverk væri að ræða. Aas sagði á fréttamannafundi i gærkvöldi að full ástæða væri til að rannsaka hvort um hryðjuverk hafi verið að ræða. Aas sagði að lögreglan væri nokkuð viss um að maðurinn hefði verið einn að verki. Það hefur ýtt undir hugleiðingar um hryðjuverk að samkvæmt frétt TV2 þá hafði maðurinn snúist til Íslamstrúar og að hann hefði margoft notið aðstoðar norska heilbrigðiskerfisins. Ekki var skýrt nánar frá hvaða aðstoð var um að ræða en lesa má úr fréttinni að maðurinn hafi glímt við andleg veikindi.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tekinn ákvörðun um að allir norskir lögreglumenn skyldu vopnast og bera skotvopn um óákveðinn tíma en þeir eru alla jafna óvopnaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“