fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
Pressan

Gætu hafa leyst gátuna um af hverju sumir tvíburar eru eineggja

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. október 2021 15:30

Anna og Lucy eru eineggja. Mynd:TLC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenskir vísindamenn telja sig hafa leyst ráðgátuna um af hverju sumir tvíburar eru eineggja. Þetta vekur vonir um að hægt verði að finna meðferð við meðfæddum göllum sem hafa oft áhrif á þá.

Eineggja tvíburar fæðast eftir að frjóvgað egg skiptist í tvennt og úr verða tvö fóstur sem eru með nákvæmlega sama erfðamengið. Ekki er vitað af hverju eggið skiptist í tvennt.

Fram að þessu hefur ráðandi kenning verið sú að það séu líffræðileg ferli sem valda því að tilviljun ein ráði því hvort egg skiptist og tvíburar verði eineggja. En hópur vísindamanna, undir forystu vísindamanna við Vrije háskólann í Amsterdam, telur sig hafa fundið sameiginlegt „merki“ á DNA eineggja tvíbura.

Rannsókn þeirra hefur verið birt í vísindaritinu Nature Communications. Í henni voru erfðafræðilegar breytingar á DNA tvíbura skoðaðar. Þær geta „kveikt“ á gengum eða „slökkt“ á þeim án þess að breyta undirliggjandi röð þeirra.

Niðurstaðan var að eineggja tvíburar um allan heim eru með svipuð einkenni á 834 stöðum í erfðamengi sínu.

Vísindamennirnir segja að þessi sameiginlegu einkenni geri að verkum að hægt sé með 80% öryggi að segja til um hvort einstaklingur sé eineggja tvíburi, þar á meðal þeir sem vita ekki að þeir misstu tvíbura sinn í móðurkviði eða voru aðskildir við fæðingu.

Ekki hefur enn verið skorið úr um hvort þessi svipuðu einkenni á DNA eru afleiðing af því að eineggja tvíburar eru getnir eða hvort um afleiðingu sé að ræða af því að eineggja tvíburar verða til.

Talið er að allt að 12% meðgangna byrji með mörgum fóstrum en tæplega 2% enda með að tvíburar, eða fleiri börn, fæðast. Margir vita því ekki að þeir deildu legi með öðru barni í upphafi.

The Guardian segir að Nancy Segal, þróunarsálfræðingur við ríkisháskólann í Kaliforníu, hafi í samtali við Science News sagt að niðurstaða rannsóknarinnar sé mjög mikilvæg því eineggja tvíburar glími oft við ýmis heilsufarsvandamál, þar á meðal á hryggjarliðum en þau geta valdið lömum eða andlegri fötlun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Loftsteinn á stærð við Empire State bygginguna fer framhjá jörðinni í október

Loftsteinn á stærð við Empire State bygginguna fer framhjá jörðinni í október
Pressan
Í gær

Stór breyting hjá British Airways – Ekki má lengur ávarpa farþega með „dömur mínar og herrar“

Stór breyting hjá British Airways – Ekki má lengur ávarpa farþega með „dömur mínar og herrar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leigusali frá helvíti – „Þú verður að fara eftir öllum reglunum!“

Leigusali frá helvíti – „Þú verður að fara eftir öllum reglunum!“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti eiginmann sinn til 25 ára – „Ég reyndi að stinga hann í hjartað en hann var ekki með hjarta“

Myrti eiginmann sinn til 25 ára – „Ég reyndi að stinga hann í hjartað en hann var ekki með hjarta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur nýtt kraftaverkabóluefni bjargað lífi milljóna barna?

Getur nýtt kraftaverkabóluefni bjargað lífi milljóna barna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar ljósmyndir frá Mars munu gagnast við leit að ummerkjum um líf

Nýjar ljósmyndir frá Mars munu gagnast við leit að ummerkjum um líf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upp komast svik um síðir – Sviðsetti eigið sjálfsvíg

Upp komast svik um síðir – Sviðsetti eigið sjálfsvíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi