fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Gætu hafa leyst gátuna um af hverju sumir tvíburar eru eineggja

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. október 2021 15:30

Anna og Lucy eru eineggja. Mynd:TLC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenskir vísindamenn telja sig hafa leyst ráðgátuna um af hverju sumir tvíburar eru eineggja. Þetta vekur vonir um að hægt verði að finna meðferð við meðfæddum göllum sem hafa oft áhrif á þá.

Eineggja tvíburar fæðast eftir að frjóvgað egg skiptist í tvennt og úr verða tvö fóstur sem eru með nákvæmlega sama erfðamengið. Ekki er vitað af hverju eggið skiptist í tvennt.

Fram að þessu hefur ráðandi kenning verið sú að það séu líffræðileg ferli sem valda því að tilviljun ein ráði því hvort egg skiptist og tvíburar verði eineggja. En hópur vísindamanna, undir forystu vísindamanna við Vrije háskólann í Amsterdam, telur sig hafa fundið sameiginlegt „merki“ á DNA eineggja tvíbura.

Rannsókn þeirra hefur verið birt í vísindaritinu Nature Communications. Í henni voru erfðafræðilegar breytingar á DNA tvíbura skoðaðar. Þær geta „kveikt“ á gengum eða „slökkt“ á þeim án þess að breyta undirliggjandi röð þeirra.

Niðurstaðan var að eineggja tvíburar um allan heim eru með svipuð einkenni á 834 stöðum í erfðamengi sínu.

Vísindamennirnir segja að þessi sameiginlegu einkenni geri að verkum að hægt sé með 80% öryggi að segja til um hvort einstaklingur sé eineggja tvíburi, þar á meðal þeir sem vita ekki að þeir misstu tvíbura sinn í móðurkviði eða voru aðskildir við fæðingu.

Ekki hefur enn verið skorið úr um hvort þessi svipuðu einkenni á DNA eru afleiðing af því að eineggja tvíburar eru getnir eða hvort um afleiðingu sé að ræða af því að eineggja tvíburar verða til.

Talið er að allt að 12% meðgangna byrji með mörgum fóstrum en tæplega 2% enda með að tvíburar, eða fleiri börn, fæðast. Margir vita því ekki að þeir deildu legi með öðru barni í upphafi.

The Guardian segir að Nancy Segal, þróunarsálfræðingur við ríkisháskólann í Kaliforníu, hafi í samtali við Science News sagt að niðurstaða rannsóknarinnar sé mjög mikilvæg því eineggja tvíburar glími oft við ýmis heilsufarsvandamál, þar á meðal á hryggjarliðum en þau geta valdið lömum eða andlegri fötlun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“