fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Örlagarík bjórdrykkja fyrir 20 árum – Við tók 20 ára stífla

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 06:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 20 árum drakk Phil Brown, 35 ára, frá Grimsby bjór kvöld eitt. Það reyndist svo sannarlega örlagaríkt því í kjölfarið glímdi hann við sjúkdóm sem hrelldi hann næstu 20 árin.

Þegar hann drakk bjórinn þetta örlagaríka kvöld varð það til þess að hann fékk sjúkdóm sem nefnist retrograde cricopharyngeus en hann veldur því að vöðvi í hnakkanum getur ekki slakað á og það kemur í veg fyrir að loft komist upp á við, hann gat sem sagt ekki ropað.

Eftir að hafa þjáðst í 20 ár las hann um þennan sjaldgæfa hálssjúkdóm og áttaði sig á hvað þjáði hann. Hann fór í kjölfarið í aðgerð sem gjörbreytti lífi hans.

BBC hefur eftir honum að veikindin hafi haft áhrif á félagslíf hans því hann hafi ekki getað farið út með vinum sínum að fá sér bjór. „Vinir mínir fóru út að drekka bjór en það gat ég bara ekki, þetta var mjög óþægilegt, ég blés upp og þannig endaði kvöldið. Með árunum áttaði ég mig á að svona var ég bara, þetta var bara eitthvað sem ég lifði með,“ sagði hann.

Hann hafði áður leitað til læknis og verið sagt að taka lyf sem bæta meltingu og vinna gegn brjóstsviða en það gerði ekkert gagn.

Hann las síðan um sjúkdómseinkennin á samfélagsmiðlinum Reddit og áttaði sig þá á að hann væri ekki sá eini sem glímdi við þetta. Síðan frétti hann af aðgerð, þar sem botox er sprautað í umræddan vöðva og veikir hann tímabundið, og greiddi hann sem nemur um 170.000 íslenskum krónum fyrir aðgerðina sem fór fram í júní.

Fyrstu tvær vikurnar varð hann að drekka mat með hverjum munnbita en eftir aðeins fjóra daga fór hann að sjá áhrif aðgerðarinnar. „Núna eru komnir fjórir mánuðir og þetta er fullkomið, ég get ropað, hugsanlega of mikið ef eitthvað er,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu