Föstudagur 05.mars 2021
Pressan

„Hræðileg upplifun fyrir þessar tvær konur“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 22:15

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn voru tvær konur, 23 og 26 ára, í göngutúr í Randers í Danmörku. Þá sáu þær að maður virtist vera að reyna að brjótast inn í hús. Konurnar reyndu að stöðva manninn en hann var að reyna að brjótast inn hjá konu, sem hann þekkir, til að stela farsíma hennar. Maðurinn brást illa við þessum afskiptum þeirra og elti þær.

Þegar maðurinn, sem er þrítugur, náði konunum lamdi hann þær. „Þetta hefur verið hræðileg upplifun fyrir þessar tvær konur. Þær reyndu bara að koma til aðstoðar og svo er ráðist á þær,“ hefur BT eftir talsmanni lögreglunnar.

Maðurinn lamdi aðra konuna í höfuðið með krepptum hnefa og síðan lamdi hann höfði hennar niður í bíl. Hún missti meðvitund í stutta stund. Hann sparkaði síðan margoft í höfuð og líkama hinnar konunnar.

Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Hann verður í einangrun á lokaðri geðdeild. Hann neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Raðmorðingi fékk að kenna á eigin meðulum

Raðmorðingi fékk að kenna á eigin meðulum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trumphjónin voru bólusett í Hvíta húsinu í janúar

Trumphjónin voru bólusett í Hvíta húsinu í janúar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerðu óhugnanlega uppgötvun í bangsa dóttur sinnar – Lögreglan varar fólk við

Gerðu óhugnanlega uppgötvun í bangsa dóttur sinnar – Lögreglan varar fólk við
Pressan
Fyrir 3 dögum

Risastór ísjaki brotnaði frá íshellunni á Suðurskautslandinu – Er stærri en New York

Risastór ísjaki brotnaði frá íshellunni á Suðurskautslandinu – Er stærri en New York
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf Madeleine McCann – Fann lögreglan eitthvað í brunni?

Hvarf Madeleine McCann – Fann lögreglan eitthvað í brunni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriðji hver 25 ára Stokkhólmsbúi er með mótefni gegn kórónuveirunni

Þriðji hver 25 ára Stokkhólmsbúi er með mótefni gegn kórónuveirunni