Þriðjudagur 02.mars 2021
Pressan

COVID-hörmungarnar í milljónaborginni eru aðvörun til okkar allra

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 05:35

Sjúklingur á sjúkrahúsi í Manaus. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem sést þessa dagana fyrir framan sjúkrahúsin í Manaus, sem er milljónaborg í Brasilíu, er nánast eins og atriði úr hryllingsmynd. Fólk, sem nær ekki andanum, reynir í örvæntingu að komast inn á sjúkrahúsin. Margir töldu að Manaus hefði farið í gegnum sitt versta tímabil hvað varðar heimsfaraldur kórónuveirunnar á síðasta ári þegar allt að 70% íbúanna smituðust af veirunni. En nú herjar ný bylgja faraldursins á borgarbúa. Um stökkbreytt afbrigði veirunnar er að ræða og geta allir smitast af því, einnig þeir sem hafa áður smitast.

Á ljósmyndum sem teknar hafa verið við sjúkrahús í borginni sést ungt fólk í miklum öndunarörðugleikum fyrir framan sjúkrahús. Yngri kona sést hníga niður og vera borin á brott. „Ég skil ekki að það séu ekki súrefnistæki hér úti. Ég er búin að missa þrjá úr fjölskyldunni. Mágur minn er nýlátinn,“ sagði Neli Freitas við fréttamann AlJazeera.

Sjúkrahúsin eru yfirfull og ráða ekki við álagið. Byrjað er að flytja sjúklinga til annarra héraða í landinu. Víða er súrefni á þrotum en framleiðslugetan í borginni stendur aðeins undir um þriðjungi þarfarinnar.

Nýlega voru stórir súrefnistankar fluttir til borgarinnar frá Venesúela, sem er meðal þeirra ríkja heims sem glíma við verstu efnahagslegu vandamálin, en það lýsir vel hversu slæmt ástandið er í Manaus.

Á myndum sem hafa birst af heilbrigðisstarfsfólki í borginni sést það biðja til guðs um hjálp. „Þetta er blanda af reiði og vantrú á að við erum skilin eftir og fáum enga hjálp frá ríkisstjórninni. Það sem við erum vitni að hér er fjöldamorð á íbúunum. Þetta er eins og að vera í hryllingsmynd,“ hefur The Guardian eftir heilbrigðisstarfsmanni.

Margir sérfræðingar fylgjast vel með því sem er að gerast í Manaus því í fyrstu bylgju faraldursins síðasta vor smituðust allt að 70% íbúanna. Þá komst borgin í heimsfréttirnar því svo margir létust að líkin hrúguðust upp því ekki hafðist undan við að jarðsetja þau. Af þessum sökum var þess vænst að hjarðónæmi hefði náðst í borginni og að borgarbúar hefðu góða mótstöðu gegn næstu bylgju veirunnar. En í desember byrjaði stökkbreytt afbrigði veirunnar að breiðast út. „Það sem við sjáum er að fólk sem smitaðist og veiktist ekki mikið síðast virðist ekki hafa neina mótstöðu gegn þessu nýja afbrigði,“ sagði Marcus Venecia Lacerda, smitsjúkdómasérfræðingur, í samtali við NPR.

Það veldur því miklum áhyggjum að þetta nýja afbrigði smitar einnig þá sem áður hafa smitast af veirunni. Sem dæmi má nefna að 29 ára heilsuhraust kona fékk COVID-19 í mars og aftur í desember en þá var það nýja afbrigðið sem hún var smituð af. Vísindamenn leggja nú nótt við dag við að rannsaka hversu algengt það er að þetta nýja afbrigði smiti fólk sem hefur áður smitast af veirunni.

Afbrigðið nefnist P.1. og á það sameiginlegt með hinum svokölluðu bresku- og suður-afrísku-afbrigðum að vera talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Að auki herjar P.2.-afbrigðið víða í Brasilíu.

„Hræðileg örlög Manaus eru aðvörun til heimsbyggðarinnar um að hjarðónæmi er í sjálfu sér ekki endilega nóg til að vernda okkur gegn COVID. Þegar við höfum verið bólusett þá þurfum við að hugsa okkur vel um og gæta okkar,“ skrifaði William A. Haseltine, prófessor, í Forbes Magazine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að bréf sýni að FBI og lögreglan í New York hafi komið að morðinu á Malcolm X

Segja að bréf sýni að FBI og lögreglan í New York hafi komið að morðinu á Malcolm X
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Öfgasinnað fólk á erfiðara með að leysa flókin verkefni

Ný rannsókn – Öfgasinnað fólk á erfiðara með að leysa flókin verkefni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Finnar grípa til harðra sóttvarnaaðgerða

Finnar grípa til harðra sóttvarnaaðgerða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmdur til að greiða fyrrum eiginkonu sinni fyrir heimilisstörfin

Dæmdur til að greiða fyrrum eiginkonu sinni fyrir heimilisstörfin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýrlendingur sakfelldur af þýskum dómstól fyrir stríðsglæpi í Sýrlandi

Sýrlendingur sakfelldur af þýskum dómstól fyrir stríðsglæpi í Sýrlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tæplega helmingur kjósenda Trump mun styðja hann í nýjum flokki

Tæplega helmingur kjósenda Trump mun styðja hann í nýjum flokki