Föstudagur 26.febrúar 2021
Pressan

Áskrifendur Netflix orðnir rúmlega 200 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 17:01

Netflix er vinsælt þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórða ársfjórðungi 2020 bættust 8,5 milljónir áskrifenda við hjá efnisveitunni Netflix. Það voru þáttaraðir á borð við Bridgerton og The Queens Gambit sem löðuðu fólk að skjánum og til að fá sér áskrift. Einnig er talið að það hafi ýtt undir þessa þróun að kvikmyndahús eru víðast hvar lokuð vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og að lítið er um að nýjar kvikmyndir séu gerðar, sömuleiðis vegna heimsfaraldursins.

Í heildina eru áskrifendur Netflix 204 milljónir um allan heim. „Við erum mjög þakklát fyrir að á þessum sérstöku tímum höfum við geta veitt viðskiptavinum okkar um allan heim gleði en um leið höldum við áfram að styrkja fyrirtækið okkar,“ segir í tilkynningu frá Netflix til fjárfesta sem hafa sett fé í fyrirtækið.

Fyrirtækið fékk 37 milljónir nýrra viðskiptavina á síðasta ári. Meirihluti þeirra bættist í hópinn í vor þegar heimsfaraldurinn skall á. Á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs bættust 15,7 milljónir við áskrifendahópinn. Fyrirtækið hefur aldrei fengið jafn marga nýja áskrifendur á einu ári síðan það var stofnað 2007.

Velta fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi 2020 var 6,64 milljarðar dollara sem er milljarði meira en á þriðja ársfjórðungi. Í heildina var velta fyrirtækisins á síðasta ári 25 milljarðar dollara sem er fimm milljörðum meira en 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sex handteknir í Kína fyrir að „móðga“ hermenn sem féllu í átökum

Sex handteknir í Kína fyrir að „móðga“ hermenn sem féllu í átökum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýbúin að ala barn og í dái af völdum COVID-19 – Á að fá að deyja segir dómari

Nýbúin að ala barn og í dái af völdum COVID-19 – Á að fá að deyja segir dómari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nota ótrúlegustu aðferðir til að reyna að svindla sér fram fyrir í bólusetningaröðinni

Nota ótrúlegustu aðferðir til að reyna að svindla sér fram fyrir í bólusetningaröðinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bólusetningar í Bretlandi eru farnar að bera árangur

Bólusetningar í Bretlandi eru farnar að bera árangur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neytendur í Texas sleppa við að greiða himinháa rafmagnsreikninga – Í bili

Neytendur í Texas sleppa við að greiða himinháa rafmagnsreikninga – Í bili
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fauci segir að Bandaríkjamenn verði hugsanlega að nota andlitsgrímur á næsta ári

Fauci segir að Bandaríkjamenn verði hugsanlega að nota andlitsgrímur á næsta ári