fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn telja sig komna nær því að skilja fólk sem heyrir raddir látinna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 05:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðlar segjast geta heyrt hljóð og orð frá látnu fólki. Nú hafa vísindamenn við Northumbria háskólann í Bretlandi kafað ofan í þetta til að reyna að öðlast meiri skilning á af hverju miðlar telja sig heyra í látnu fólki. Þeir kortlögðu persónuleika miðla til að sjá hvort eitthvað einkenndi hann.

Vísindamennirnir vildu einnig komast að því af hverju fólki, til dæmis miðlum, finnst það ekki stressandi að heyra í látnu fólki og telja það frekar vera andlega upplifun. Þeir höfðu í huga að fólk sem þjáist af geðklofa bregst allt öðruvísi við þegar það telur sig heyra í látnu fólki. ScienceAlert skýrir frá þessu.

65 miðlar, sem eru félagar í landssamtökum breskra miðla, og 143 aðrir, sem fundust í gegnum samfélagsmiðla, tóku þátt í rannsókninni sem beindist að því að kortleggja muninn á svokölluðu „andlega sinnuðu fólki“ og meðalmanninum sem heyrir ekki í látnu fólki.

44,5% af þeim andlega sinnuðu heyrðu raddir látinna daglega en 79% sögðu að raddir hinna látnu væru hluti af hversdagslífinu. Meirihlutinn heyrði raddirnar í höfði sér en 31,7% heyrði þær einnig berast úr umhverfinu.

Í samanburði við aðra var hinum andlega sinnuðu slétt sama um skoðanir annarra á þeim og trúðu frekar á yfirskilvitlega hluti. Þetta segja vísindamenn geta verið skýringu á af hverju andlega sinnaða fólkið hafði ekki leitað sér sálfræðiaðstoðar til að draga úr ofskynjununum.

Það einkenndi einnig þá andlega sinnuðu að þeir höfðu haft óvenjulegar upplifanir með heyrn sína í æsku, þeir voru líklegri til að heyra ofheyrnir og áttu auðveldar með að hverfa inn í eigin heim þegar þeir voru að fást við verkefni og áttu þá erfiðara með að hafa yfirsýn yfir umhverfi sitt. „Meðalmaðurinn“ trúði frekar á yfirskilvitlega hluti ef hann hafði þessa sömu tilhneigingu til að hverfa inn í eiginn heim.

ScienceAlert segir að vísindamennirnir segi að niðurstöðurnar bendi til þess að fólk, sem telur sig hafa miðilshæfileika, geri það til að finna skýringar á sérstökum upplifunum sínum.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Mental HealthReligion and Culture. Hún getur að mati vísindamannanna komið að gagni við að öðlast betri skilning á ofskynjunum sem tengjast andlegum veikindum á borð við geðklofa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf