fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Þjóðverjar framlengja harðar sóttvarnaaðgerðir og herða enn frekar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 06:59

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna þeirrar ógnar sem er talin stafa af stökkbreyttu afbrigði kórónuveirunnar, hinu svokallaða B117 afbrigði, hafa þýsk yfirvöld ákveðið að framlengja núverandi sóttvarnaaðgerðir og herða þær. Gildir þetta fram í miðjan febrúar, að minnsta kosti.

Angela Merkel, kanslari, tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að hún hafði fundað með leiðtogum sambandsríkjanna. Hún sagði að B117 afbrigðið ógni þeim aðgerðum og árangri sem hefur náðst í að halda aftur af faraldrinum. Afbrigðið hefur greinst í landinu en er ekki enn allsráðandi. „Við verðum að grípa til aðgerða núna og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn ógninni sem stafar frá þessari veiru,“ sagði Merkel sem sagði einnig að vísbendingar væru um að þetta afbrigði breiðist hraðar út meðal barna en fullorðinna.

Í sóttvarnaraðgerðunum fellst meðal annars að skólar verða lokaðir til 14. febrúar. Þeir sem geta unnið heima eiga að gera það til 15. mars. Þá verða reglurnar um notkun andlitsgríma hertar bæði í verslunum og almenningssamgöngufarartækjum.

Greindum smitum hefur fækkað aðeins í landinu að undanförnu sem og innlögnum á gjörgæsludeildir en sérfræðingar vara við því að B117 geti orðið til þess að smitum og innlögnum fjölgi á nýjan leik. B117 uppgötvaðist fyrst í Englandi í september, það er talið allt að 70% meira smitandi en hefðbundin afbrigði veirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump