Mánudagur 08.mars 2021
Pressan

Brúðkaupinu aflýst eftir dramatískar vikur – Kynlífshneyksli stjörnunnar er ástæðan

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 22:03

Mitchell Pearce á vellinum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að síðustu vikur hafi verið dramatískar og afdrifaríkar fyrir ástralska ruðningsleikmanninn Mitchell Pearce sem leikur með Newcastle Knights. Kynlífshneyksli hafði alvarlegar afleiðingar fyrir hann sem íþróttamann en einnig í einkalífinu því hann neyddist til að aflýsa brúðkaupinu sínu á síðustu stundu.

News.com.au skýrir frá þessu. Hremmingar Pearce hófust þegar skýrt var frá því að hann hefði sent fjölda óviðeigandi skilaboða, skilaboð með kynferðislegu innihaldi, til ungrar konu sem starfar hjá Newcastle Knights.

Eftir einn leik liðsins stillti Pearce sér upp fyrir framan fjölmiðlamenn og las upp yfirlýsingu en svaraði engum spurningum. Í yfirlýsingunni sagði hann aðeins að síðustu vikur hefðu verið dramatískar fyrir hann og einkalíf hans og þá sem hann elskar.

Hann neyddist síðan til að aflýsa brúðkaupi sínu og unnustunnar Kristin Scott en 150 ættingjum og vinum hafði verið boðið í það. Þegar fréttir bárust af því að brúðkaupinu hefði verið aflýst sagði Pearce fréttamönnum í fyrstu að ástæðan væri heimsfaraldur kórónuveirunnar en síðan kom sannleikurinn í ljós.

„Því miður hefur það sem ég gerði haft áhrif á liðið og ekki síður á þá sem standa mér næst, Kristin og fjölskylda mín,“ sagði Pearce þá.

Hann hefur nú skilað inn fyrirliðabandinu hjá liði sínu en hann hefur leikið með því síðan 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segja að rafbílar séu miklu umhverfisvænni en bensín- og dísilbílar

Segja að rafbílar séu miklu umhverfisvænni en bensín- og dísilbílar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú verður ekki aftur snúið – Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó í sumar

Nú verður ekki aftur snúið – Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó í sumar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur óttast að kórónuveirufaraldurinn í Brasilíu opni dyrnar fyrir enn hættulegri stökkbreytt afbrigði

Sérfræðingur óttast að kórónuveirufaraldurinn í Brasilíu opni dyrnar fyrir enn hættulegri stökkbreytt afbrigði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þriðja bylgja faraldursins er skollin á Stokkhólmi

Þriðja bylgja faraldursins er skollin á Stokkhólmi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gríðarleg orkunotkun við gröft eftir bitcoin – Næstum jafn mikil rafmagnsnotkun og heildarnotkun Svía

Gríðarleg orkunotkun við gröft eftir bitcoin – Næstum jafn mikil rafmagnsnotkun og heildarnotkun Svía
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verða bóluefnin gagnslaus? – Undirbúa sig undir það versta

Verða bóluefnin gagnslaus? – Undirbúa sig undir það versta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Biden segir að fyrir maílok verði nóg af bóluefnum fyrir alla fullorðna

Biden segir að fyrir maílok verði nóg af bóluefnum fyrir alla fullorðna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einn skammtur af bóluefninu frá AstraZeneca eða Pfizer veitir eldra fólki góða vörn

Einn skammtur af bóluefninu frá AstraZeneca eða Pfizer veitir eldra fólki góða vörn