fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Beto O‘Rourke sagður ætla að bjóða sig fram á móti Greg Abbott ríkisstjóra í Texas

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 19:00

Beto O’Rourke.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beto O‘Rourke, fyrrum þingmaður Demókrataflokksins, er sagður ætla að bjóða sig fram á móti Greg Abbott, ríkisstjóra í Texas, í kosningum til ríkisstjóraembættisins á næsta ári.

Axios skýrir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni. Fram kemur að O‘Rourke muni tilkynna um framboð sitt síðar á árinu.

Matthew McConaughey, leikari, hefur einnig verið sagður íhuga framboð gegn Abbott sem er harðlínu Repúblikani. Hann hefur verið mikið í fréttum að undanförnu fyrir að hafa staðfest stranga fóstureyðingalöggjöf í Texas og nýjar reglur um kosningar í ríkinu en fæstum dylst að þeim er ætlað að koma í veg fyrir að minnihlutahópar á borð við svarta geti kosið en Demókratar njóta mikils stuðnings þessara minnihlutahópa.

Margir Demókratar hafa áhyggjur af hugsanlegu framboði McConaughey sem gæti að þeirra mati sótt mikið fylgi á miðjuna.

Abbott ætlar að bjóða sig fram í þriðja sinn en er ekki talinn standa vel að vígi í kjölfar þess að raforkukerfi ríkisins lagðist á hliðina í febrúar í miklu kuldakasti og fyrir andstöðu gegn sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Tæplega 62.000 Texasbúar hafa látist af völdum COVID-19

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?