fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Of mikill frítími eykur ekki vellíðan fólks

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. september 2021 12:30

Sumir stunda skíðagöngu í frítíma sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frítími er eitthvað sem flestir kunna vel að meta en miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar þá getur of mikill frítími haft neikvæð áhrif á vellíðan fólk. Aukinn frítími er því ekki endilega ávísun á aukna vellíðan.

„Það er best að hafa hæfilegan frítíma. Við komumst að því að of mikill frítími tengist minni vellíðan vegna skorts á tilfinningu um framleiðni og tilgang,“ sagði Marissa Sharif, meðhöfundur rannsóknarinnar, hjá University of Pennsylvania.

Sharif og samstarfsfólk hennar segja í Journal of Personality and Social Psychology að þau hafi greint niðurstöður tveggja stórra kannana sem rúmlega 35.000 manns tóku þátt í. Önnur var the American Time Use Survey, sem var gerð 2012 til 2013, en í þeirri könnun voru þátttakendur spurðir um hvað þeir hefðu gert síðustu 24 klukkustundir. Hin var the National Study of the Changing Workforce, sem var gerð 1992 til 2008.

Niðurstaða vísindamannanna var að þegar frítíminn var kominn umfram ákveðin mörk þá jókst vellíðan fólks ekki meira. Það dró ekki úr henni en hún jókst ekki. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram kemur að vísindamennirnir segi að út frá niðurstöður the American Time Use Survey megi ráða að það skipti máli hvernig fólk eyði frítíma sínum.

Vísindamennirnir gerðu síðan tvær kannanir á netinu. 2.565 Bandaríkjamenn tóku þátt í annarri þeirra og 4.046 í hinni. Þær voru gerðar til að reyna að tryggja að niðurstöður rannsóknarinnar yltu ekki til dæmis á því að fólk, sem glímir við þunglyndi, telji sig hafa mikinn frítíma. Í báðum þessum könnunum voru þátttakendur beðnir um að ímynda sér ákveðið mikið af frítíma á dag og hvað þeir myndu nota hann í. Sérstaklega var skoðað hvort frítímanum væri varið í eitthvað sem þjónaði tilgangi og skilaði einhverju af sér eða hvort honum væri eytt í „ekkert“.

Niðurstaðan var að meiri frítími tengdist ekki endilega meiri vellíðan, minna stressi eða framleiðni. Vísindamennirnir benda sjálfir á að munurinn á áhrifum aukins frímtíma hafi verið lítill og kjörfjöldi frítíma hafi verið ónákvæmur. Samt sem áður telja þeir að rannsóknin bendi til að fólk sem telji sig hafa of lítinn frítíma eigi ekki að kasta öllum skylduverkum sínum frá sér, heldur reyna að finna sér smá frítíma á degi hverjum. Hinir, sem hafa lítið við að vera, eiga að mati vísindamannanna að reyna að eyða tíma sínum í eitthvað sem skiptir máli, hvort sem það er að eiga í samskiptum við annað fólk eða gera eitthvað sem skilar einhverju af sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin