fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Pressan

Gengi rafmyntar snarhækkaði í kjölfar lygafréttar um Walmart

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengi rafmyntarinnar litecoin hækkaði um 30% í gær eftir frétt um að bandaríska verslunarkeðjan Walmart ætlaði að byrja að taka við greiðslum í rafmynt. En talsmenn Walmart vísuðu þessu fljótlega á bug og sögðu að um „lygafrétt“ væri að ræða.

Verðið á litecoin hækkaði um tæplega 30% í kjölfar „fréttarinnar“ og fór í 225 dollara. Verðið lækkaði síðan niður í 180 dollara eftir að Walmart hafði tilkynnt að „fréttin“ ætti ekki við rök að styðjast.

„Fréttin“ var send út í gegnum GlobeNewswire en fyrirtækið sendir út fréttatilkynningar. Í tilkynningunni kom fram að Walmart myndi byrja að taka við greiðslum í rafmynt og að fyrirtækið hefði gert stóran samning við litecoin um að frá og með 1. október yrði tekið við rafmyntinni í netverslunum Walmart.

Randy Hargrove, talsmaður Walmart, sagði í gær að fyrirtækið hefði rætt við GlobeNewswire um hvernig stæði á því að fréttatilkynningin var send út en niðurstaða liggur ekki fyrir.

GlobeNewswire sendi frá sér tilkynningu í kjölfarið þar sem blaðamenn, fjölmiðlar og aðrir viðskiptavinir voru beðnir um að taka ekki mark á tilkynningunni.

Walmart er stærsta verslunarkeðja heims en velta fyrirtækisins var 559 milljarðar dollara á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Enn vex spennan við Taívan – Kínverjar æfa landgöngu og bandarískir hermenn á Taívan

Enn vex spennan við Taívan – Kínverjar æfa landgöngu og bandarískir hermenn á Taívan
Pressan
Í gær

Frakkar krefja Breta um greiðslu fyrir að stöðva ferðir förufólks yfir Ermarsund

Frakkar krefja Breta um greiðslu fyrir að stöðva ferðir förufólks yfir Ermarsund
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er samsæriskenningin sem tröllríður heimi samsæriskenningasmiða í dag – Gjörbreyttur heimur 2030

Þetta er samsæriskenningin sem tröllríður heimi samsæriskenningasmiða í dag – Gjörbreyttur heimur 2030
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nancy Pelosi dregin úr kaþólskri messu í Róm af öryggisvörðum vegna bóluefnamótmæla

Nancy Pelosi dregin úr kaþólskri messu í Róm af öryggisvörðum vegna bóluefnamótmæla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skotinn til bana á fyrstu vakt sinni

Skotinn til bana á fyrstu vakt sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni

Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni