fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

rafmynt

Rússneskur rafmyntabarón fór í sumarfrí – Það voru mistök

Rússneskur rafmyntabarón fór í sumarfrí – Það voru mistök

Pressan
10.08.2022

Í síðustu viku var Aleksandr Vinnik, rússneskur rafmyntabarón, framseldur frá Grikklandi til Bandaríkjanna. Þá hafið verið unnið að framsali hans í rúmlega fimm ár. Hann er ákærður fyrir að hvítþvegið rúmlega fjóra milljarða dollara. Þetta er ekki eitthvað hornsíli sem Bandaríkjamenn fengu framselt þarna, Vinnik er sannkallaður stórlax, ekki síst í ljósi þeirrar miklu spennu sem ríkir á milli Bandaríkjanna Lesa meira

Enn einn rafmyntaþjófnaðurinn – 20 milljörðum stolið

Enn einn rafmyntaþjófnaðurinn – 20 milljörðum stolið

Pressan
09.12.2021

Bitmart, sem kallar sig „The Most Trusted Crypto Trading Platform“, (áreiðanlegasta viðskiptavettvang rafmynta) er kannski ekki eins áreiðanlegur viðskiptavettvangur og af er látið. Að minnsta kosti tókst tölvuþrjóti að stela rafmyntum að verðmæti sem nemur tæplega 20 milljörðum þaðan. Talsmenn fyrirtækisins skýrðu frá þessu fyrr í vikunni. Þeir segja að þrjóturinn hafi notað stolinn stafrænan lykil til að fá aðgang Lesa meira

Gengi rafmyntar snarhækkaði í kjölfar lygafréttar um Walmart

Gengi rafmyntar snarhækkaði í kjölfar lygafréttar um Walmart

Pressan
14.09.2021

Gengi rafmyntarinnar litecoin hækkaði um 30% í gær eftir frétt um að bandaríska verslunarkeðjan Walmart ætlaði að byrja að taka við greiðslum í rafmynt. En talsmenn Walmart vísuðu þessu fljótlega á bug og sögðu að um „lygafrétt“ væri að ræða. Verðið á litecoin hækkaði um tæplega 30% í kjölfar „fréttarinnar“ og fór í 225 dollara. Verðið lækkaði Lesa meira

Dularfulla rafmyntin sem enginn veit hver bjó til

Dularfulla rafmyntin sem enginn veit hver bjó til

Pressan
14.08.2021

Rafmyntir eru frekar nýlegt fyrirbæri en þær hafa vakið mikla athygli á síðustu árum og þá sérstaklega Bitcoin. Bitcoin var búin til sem svar við viðbrögðum seðlabanka heimsins við fjármálakreppunni en enginn veit hver bjó myntina til. Segja má að Bitcoin hafi verið verk aðgerðarsinna, eins eða fleiri, sem átti að vera nýtt kerfi og gjaldmiðill sem var utan Lesa meira

Þungt högg – Lögreglan hefur lagt hald á um 50 milljarða

Þungt högg – Lögreglan hefur lagt hald á um 50 milljarða

Pressan
16.07.2021

Lundúnalögreglan hefur veitt glæpamönnum þung högg á síðustu vikum. Í júní og það sem af er júlí hefur hún lagt hald á sem svarar til um 50 milljarða króna sem glæpamenn voru að hvítþvo í gegnum rafmynt. Þann 24. júní lagði Economic Crime Command, Efnahagsbrotadeild Lundúnalögreglunnar, hald á sem svarar til um 20 milljarða íslenskra króna í rafmynt, Lesa meira

Lögðu hald á rafmynt að verðmæti um 20 milljarða

Lögðu hald á rafmynt að verðmæti um 20 milljarða

Pressan
29.06.2021

Lundúnalögreglan lagði nýlega hald á rafmynt að verðmæti sem svarar til um 20 milljarða íslenskra króna. Þetta var gert í tengslum við rannsókn á peningaþvætti. Lögreglan segir að aldrei fyrr hafi hún lagt hald á jafn mikil verðmæti og það hafi heldur aldrei gerst annars staðar í heiminum. Sky News skýrir frá þessu. Lögreglan hefur ekki viljað Lesa meira

Stakk forstjórinn af með rafmynt viðskiptavinanna?

Stakk forstjórinn af með rafmynt viðskiptavinanna?

Pressan
26.04.2021

Í síðustu viku lokaði stærsti rafmyntamarkaður Tyrklands skyndilega. Forstjóri fyrirtækisins er flúinn úr landi og eftir sitja um 400.000 viðskiptavinir sem óttast um peningana sína. Á sjöunda tug hafa verið handteknir vegna málsins og handtökuskipanir hafa verið gefnir út á annan tug til viðbótar. Rafmyntamarkaðnum Thodex var skyndilega lokað í síðustu viku og viðskiptavinir hans geta ekki fengið peningana Lesa meira

Rafmynt streymir eftirlitslaust úr landi

Rafmynt streymir eftirlitslaust úr landi

Fréttir
11.02.2021

Talið er að allt að 8% af bitcoin, sem er stærsta rafmynt heims, verði til hér á landi, sé „grafin upp“. Um 60 fyrirtæki stunda námagröft hér á landi en aðeins þrjú fyrirtæki, sem bjóða upp á viðskipti með rafmynt og stafræn veski eru skráningarskyld. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur ekki upplýsingar um þá rafmynt sem er „grafin Lesa meira

Henti óvart hörðum diski með Bitcoin að verðmæti um 273 milljóna dollara

Henti óvart hörðum diski með Bitcoin að verðmæti um 273 milljóna dollara

Pressan
23.01.2021

Fyrir um átta árum henti tölvusérfræðingurinn James Howells hörðum diski. Á diskinum voru 7.500 Bitcoin sem hann hafði grafið eftir og aflað sér fjórum árum áður. Þegar verð rafmyntarinnar rauk upp fór hann að leita að harða diskinum en áttaði sig þá á að hann hafði óvart hent honum. Hann hefur nú boðið borgaryfirvöldum í Newport City í Wales, þar sem hann býr, 70 Lesa meira

Íslendingar kaupa rafmynt í miklum mæli

Íslendingar kaupa rafmynt í miklum mæli

Fréttir
30.12.2020

Í byrjun árs kostaði hver Bitcoin, sem er vinsælasta rafmyntin, rúmlega 7.000 dollara en nýlega fór gengi hverrar myntar yfir 28.000 dollara en það svarar til rúmlega 3,5 milljóna króna. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja við kaup á Bitcoin að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Á vefsíðu fjártæknifyrirtækisins Myntkaup ehf. er Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af