fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Pressan

Margrét Danadrottning vinnur að gerð kvikmyndar fyrir Netflix

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. september 2021 08:15

Hér eru Margrét II og Bille August að undirbúa myndina. Mynd:Jacob Jørgensen JJ Film

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Danadrottning vinnur nú að gerð nýrrar kvikmyndar fyrir Netflix í samvinnu við leikstjórann Bille August. Myndin byggist á skáldsögunni Ehrengard eftir Karen Blixen

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Netflix. Drottningin sér um búninga- og sviðsmyndahönnun fyrir myndina.

„Að Ehrengard verði vakin til lífsins sem Netflix-mynd er frábært tækifæri. Ég hlakka mjög mikið til að kynna þessa heillandi sögu um táldrátt og þrá fyrir áhorfendum um allan heim,“ er haft eftir Bille August í fréttatilkynningunni. Einnig er haft eftir honum að drottningin hafi hannað frábæra búninga og sviðsmyndir sem munu skipta miklu máli fyrir myndina.

„Ég er ótrúlega ánægð með að taka þátt í þessu verkefni. Sögur Karen Blixen hafa alltaf heillað mig – með fagurfræðilegum lýsingum, ímyndunarafli og þeim myndum sem þær hafa birt mér,“ er haft eftir drottningunni í fréttatilkynningunni.

Ekki hefur verið skýrt frá hverjir munu fara með aðalhlutverkin í myndinni en hún verður tekin til sýninga hjá Netflix árið 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Frakkar banna sölu á ávöxtum og grænmeti í plasti

Frakkar banna sölu á ávöxtum og grænmeti í plasti
Pressan
Í gær

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auknar njósnir erlendra ríkja í Danmörku – Kína og Rússland nefnd sérstaklega til sögunnar

Auknar njósnir erlendra ríkja í Danmörku – Kína og Rússland nefnd sérstaklega til sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nauðgaði eftir Tinder-stefnumót og sendi hræðileg skilaboð til fórnarlambs

Nauðgaði eftir Tinder-stefnumót og sendi hræðileg skilaboð til fórnarlambs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – 90% minni líkur á að látast af völdum Ómíkron en Deltaafbrigðinu

Ný rannsókn – 90% minni líkur á að látast af völdum Ómíkron en Deltaafbrigðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða