fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Pressan

10 hlutir sem þú verður að vita um Talibana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 06:56

Myndin sýnir liðsmann Talíbana með óbreyttum borgurum. Mynd: AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið fram hjá mörgum að Talibanar hafa tekið völdin í Afganistan en fyrir tuttugu árum voru þeir hraktir frá völdum með hervaldi þegar alþjóðlegt herlið undir forystu Bandaríkjanna réðst inn í landið. En hverjir eru þessir Talibanar eiginlega?

Hér fyrir neðan eru 10 hlutir sem þú verður að vitað um þá.

Talibanar eru samtök herskárra öfgasinnaðra múslima. Leiðtogi þeirra er Haibatullah Akhundzada. Samtökin vilja halda uppi ströngum Sharíalögum í Afganistan og það telja margir að fari ekki saman við lýðræði og mannréttindi.

Talibanar urðu til í Afganistan 1994 en þá geisaði borgarastyrjöld í landinu sem var fátækt og ringulreið ríkti þar. Margir landsmenn sáu þá sem bjargvætti. Þeir náðu völdum 1996 og héldu þeim þar til alþjóðlegt herlið réðst inn í landið í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin í september 2001.

Þegar þeir tóku völdin 1996 innleiddu þeir ströng Sharíalög. Til dæmis máttu konur ekki sýna sig á almannafæri í öðrum klæðnaði en búrkum en þær hylja þær alveg. Þess utan nutu þær engra réttinda til menntunar eða annars. Karlmönnum var gert að láta sér vaxa skegg og sjónvarp, tónlist og kvikmyndir voru bannaðar.

Talibanar framfylgdu lögunum á grimmdarlegan hátt. Ef fólk var staðið að framhjáhaldi var það grýtt til dauða. Hendur voru hoggnar af þjófnum. Andstæðingar Talibana voru ofsóttir og myrtir, þar á meðal óbreyttir borgarar, konur og börn.

Sérfræðingar telja að nú innleiði Talibanar aftur ströng Sharíalög en eru ekki á einu máli um hvort þau verði jafn ströng og síðast. En flestir ef ekki allir ganga út frá því að lýðræði og mannréttindi verði ekki að neinu höfð og því reyna margir nú að flýja frá landinu.

Talsmenn Talibana hafa sagt að þeir muni virða réttindi kvenna en margir óttast að það séu bara orðin tóm og að konur verði aftur að hylja líkama sinn frá toppi til táar og að þeim verði meinað að mennta sig og fara einar út, þær verði að hafa karlkyns ættingja með sér í hvert sinn sem þær fara út fyrir hússins dyr.

Talibanar hafa einnig sagt að fólk verði ekki ofsótt og drepið eins og gert var á fyrra valdatímabili þeirra og að allir þjóðfélagshópar eigi að koma að stjórn landsins en á grunni íslamstrúar. En nú þegar eru dæmi um hefndaraðgerðir og þær munu líklega halda áfram því margt kraumar undir yfirborðinu eftir 40 ára stríð og ættbálkaátök.

Á síðustu árum hafa Talibanar reynt að draga þá mynd upp af sér að þeir séu ekki eins íhaldssamir og áður. Þeir hafa tekið þátt í friðarviðræðum, en margir sérfræðingar segja að engin alvara hafi legið þar á bak við. En margir telja að hugmyndafræðin sé enn sú sama og samtökin hafi ekki breyst neitt.

Ekki er vitað hversu margir liðsmenn Talibana eru en rætt hefur verið um að hermenn þeirra séu um 80.000. Þeir njóta síðan góðs stuðnings víða um landið en annars staðar styður fólk þá ekki.

Talibanar hafa ekki enn tilkynnt hvernig stjórnun landsins verður háttað en þeir geta reiknað með mikilli andstöðu ef þeir reyna að stýra landinu einir án aðkomu annarra hópa í landinu. Þeir eru margir og margir hverjir vel vopnum búnir. Þeir gætu hugsanlega sameinast í baráttu gegn Talibönum ef þeir verða ekki teknir með í nýja stjórn landsins. Ef Talibanar hafa fleiri hópa með sér í stjórn landsins gæti það orðið til þess að stjórn þeirra verði langlífari að þessu sinni en sú síðasta.

Byggt á umfjöllun VG og fleiri miðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Frakkar banna sölu á ávöxtum og grænmeti í plasti

Frakkar banna sölu á ávöxtum og grænmeti í plasti
Pressan
Í gær

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auknar njósnir erlendra ríkja í Danmörku – Kína og Rússland nefnd sérstaklega til sögunnar

Auknar njósnir erlendra ríkja í Danmörku – Kína og Rússland nefnd sérstaklega til sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nauðgaði eftir Tinder-stefnumót og sendi hræðileg skilaboð til fórnarlambs

Nauðgaði eftir Tinder-stefnumót og sendi hræðileg skilaboð til fórnarlambs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – 90% minni líkur á að látast af völdum Ómíkron en Deltaafbrigðinu

Ný rannsókn – 90% minni líkur á að látast af völdum Ómíkron en Deltaafbrigðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða