fbpx
Sunnudagur 03.júlí 2022
Pressan

Kannski lýkur lífinu hér á jörðinni ekki þegar dagar sólarinnar verða taldir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 19:00

Sólin mun þenjast út og gleypa sumar pláneturnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólin sendir stöðugt hlýjar og hlaðnar agnir til jarðarinnar en sem betur fer höfum við segulsviðið til að vernda okkur fyrir þessum ögnum, að minnsta kosti enn þá. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að í framtíðinni verði sólvindarnir sífellt öflugri og að þeir muni að lokum gera út af við allt líf hér á jörðinni.

LiveScience skýrir frá þessu.

Vísindamennirnir gerðu tvö reiknilíkön um hvernig líf stjarna með mismunandi massa gengur fyrir sig. Í dómsdagsspá þeirra er smá ljósglætu að finna. Eftir því sem sólin eldist næstu fimm milljarða ára munu vetnisbirgðir hennar þrjóta og hún mun blása út og verða risastór og rauð. Þvermál hennar verður milljónum kílómetra meira en það er í dag. Líklega mun hún þá gleypa Mars og Merkúr.

Þegar þar verður komið við sögu verða sólvindarnir orðnir svo öflugir að segulsvið jarðarinnar verður gagnslaust. Gufuhvolfið mun þá fjúka út í geiminn með þeirri litlu vernd sem restin af segulsviðinu veitir.

Að lokum mun kjarni sólarinnar dragast saman og þyngdaraflið mun ýta þeim plánetum, sem sólin gleypir ekki, tvöfalt lengra frá henni. Að lokum verður sólin að hvítum dverg. Stjörnur af þeirri stærð senda ekki frá sér sólvinda og því telja vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, hugsanlegt að líf geti myndast á nýjan leik á plánetum nærri hvítum dvergum. Ekki er talið útilokað að líf sé nú þegar að finna á plánetum nærri hvítum dvergum.

Rannsóknin hefur verið birt í Monthly Notices of the Royal Astronomical Society.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Kjarnorkuvopnum fjölgar í fyrsta sinn áratugum saman

Kjarnorkuvopnum fjölgar í fyrsta sinn áratugum saman
Pressan
Fyrir 1 viku

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum