fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Pressan

Lést af völdum COVID-19 – Vildi ekki láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 05:59

Tricia Jones. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

45 ára bandarísk kona, Tricia Jones, smitaðist af Deltaafbrigði kórónuveirunnar og lést af völdum COVID-19 í byrjun júní. Hún hafði hafnað bólusetningu gegn kórónuveirunni því hún óttaðist aukaverkanir.

Fox 4 hefur þetta eftir móður hennar, Deborah Carmichael. Jones lést 9. júní. Carmichael sagði að henni hafi sjálfri liðið illa eftir bólusetningu og að það hafi hugsanlega hrætt Jones. „Ég gat ekki sannfært hana um að það væri góð hugmynd að láta bólusetja sig,“ sagði Carmichael.

Hún segist vonast til að lát dóttur hennar verði öðrum, sem eru hikandi við að láta bólusetja sig, til aðvörunar.

Jones smitaðist af syni sínum sem smitaðist í skólanum. Eftir að hún greindist með veiruna sagði hún móður sinni að hún sæi eftir að hafa ekki látið bólusetja sig. Hún lætur eftir sig eiginmann og tvö börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröðin raungerðist í garði manns sem átti sér einskis ills von – „Þetta var hrikalega hryllileg lífsreynsla“

Martröðin raungerðist í garði manns sem átti sér einskis ills von – „Þetta var hrikalega hryllileg lífsreynsla“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Saka rússnesk yfirvöld um að ljúga um fjölda látinna af völdum COVID-19

Saka rússnesk yfirvöld um að ljúga um fjölda látinna af völdum COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennurum í Texas skipað að bjóða upp á „aðrar skoðanir“ hvað varðar Helförina

Kennurum í Texas skipað að bjóða upp á „aðrar skoðanir“ hvað varðar Helförina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar upplýsingar um viðbrögð Trump við árásinni á þinghúsið

Nýjar upplýsingar um viðbrögð Trump við árásinni á þinghúsið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór breyting hjá British Airways – Ekki má lengur ávarpa farþega með „dömur mínar og herrar“

Stór breyting hjá British Airways – Ekki má lengur ávarpa farþega með „dömur mínar og herrar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar

Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar