Fáum hefði líklega dottið það í hug, en innan lögreglunnar í New York leynist fámenn deild býflugnahirða, sem hafa það hlutverk eitt að hafa stjórn á og eftirlit með útbreiðslu býflugna í borginni sem aldrei sefur. Samkvæmt frétt New York Post frá því 2019 var deildin stofnuð 2010 eftir að borgaryfirvöld leyfðu býflugnahald innan New York borgar og er deildin skipuð tveimur mönnum.
Deildin var einmitt kölluð út í gær þegar 25 þúsund býflugur höfðu gert sig heimakomnar á Times Square, einum fjölfarnasta bletti veraldar. Í tilkynningu frá býflugnadeild lögreglunnar í New York á Twitter segir að hunangsflugurnar séu boði bjartari og betri tíðar, en staðsetningin sem þær völdu sér í þetta sinn hafi ekki verið nægilega góð. Því voru býflugurnar 25 þúsund fjarlægðar varlega og fluttar á hentugri stað.
We’re at the crossroads of NYC. You know @NYPDTimesSquare and NYC is back after the pandemic when you see honeybees swarming again. They picked a location to swarm and land across the street from the famous hotdog stand this time. https://t.co/37TuCAUfRw
— NYPD Bees (@NYPDBees) July 6, 2021
Lögreglan í New York er skipuð hvorki meira né minna en 36 þúsund lögreglumönnum auk 19 þúsund borgaralegra starfsmanna. Lögreglan skiptist niður í 77 deildir. Netflix áhugamenn orðið leiðir að heyra að 99. deild í Brooklyn er ekki til.
Þá starfrækir lögreglan um 10 þúsund ökutæki, um 30 báta, átta þyrlur, flugvélar, tugi hunda og hesta, og svo loks eina tveggja manna býflugnadeild.