fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Fámennasta deild lögreglunnar í New York varðist innrás býflugna á Times Square í gær

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 17:30

mynd/NewYork Post/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáum hefði líklega dottið það í hug, en innan lögreglunnar í New York leynist fámenn deild býflugnahirða, sem hafa það hlutverk eitt að hafa stjórn á og eftirlit með útbreiðslu býflugna í borginni sem aldrei sefur. Samkvæmt frétt New York Post frá því 2019 var deildin stofnuð 2010 eftir að borgaryfirvöld leyfðu býflugnahald innan New York borgar og er deildin skipuð tveimur mönnum.

Deildin var einmitt kölluð út í gær þegar 25 þúsund býflugur höfðu gert sig heimakomnar á Times Square, einum fjölfarnasta bletti veraldar. Í tilkynningu frá býflugnadeild lögreglunnar í New York á Twitter segir að hunangsflugurnar séu boði bjartari og betri tíðar, en staðsetningin sem þær völdu sér í þetta sinn hafi ekki verið nægilega góð. Því voru býflugurnar 25 þúsund fjarlægðar varlega og fluttar á hentugri stað.

Lögreglan í New York er skipuð hvorki meira né minna en 36 þúsund lögreglumönnum auk 19 þúsund borgaralegra starfsmanna. Lögreglan skiptist niður í 77 deildir. Netflix áhugamenn orðið leiðir að heyra að 99. deild í Brooklyn er ekki til.

Þá starfrækir lögreglan um 10 þúsund ökutæki, um 30 báta, átta þyrlur, flugvélar, tugi hunda og hesta, og svo loks eina tveggja manna býflugnadeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést