fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Telegram er samskiptamáti öfgahægrimanna og mótmælenda víða um heim

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 29. maí 2021 18:30

Merki Telegram. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hálfur milljarður manna um allan heim notar samskiptaforritið Telegram. Í ríkjum þar sem einræðisherrar og stjórnvöld, sem kúga þegna sína, eru við völd nota aðgerðasinnar forritið mikið. Á Vesturlöndum hafa hryðjuverkamenn og hópar, sem hika ekki við að beita ofbeldi, notað forritið.

Þegar mótmælendur flykkjast út á götur í Hvíta-Rússlandi eða þegar mótmælendur í Hong Kong ræða saman þá er það oft með aðstoð Telegram. Andstæðingar sóttvarnaaðgerða í Þýskalandi nota forritið einnig til að boða til mótmæla.

Rússinn Pavel Durov er annar þeirra sem bjó forritið til. Hann segir að í janúar hafi rúmlega hálfur milljarður manna um allan heim notað forritið en því er hlaðið niður í farsíma eða tölvu.

Ástæðan fyrir vinsældum forritsins er að skilaboðin, sem fara um það, eru dulkóðuð og því geta aðrir ekki lesið þau. Þar á meðal eru leyniþjónustur, útsendarar einræðisherra og fyrirtæki.

Með Telegram er hægt að hafa sína eigin rás, sem er mjög svipuð persónulegri Facebooksíðu, og síðan er hægt að eiga í samskiptum í lokuðum hópum eins og gert er með samskiptaforritinu WhatsApp. Margir hafa skipt frá WhatsApp yfir til Telegram í kjölfar þess að WhatsApp fór að deila notendaupplýsingum með Facebook sem á WhatsApp.

Það er nánast útilokað að banna notkun Telegram en það reyndu írönsk stjórnvöld 2018. Það er hægt að komast framhjá slíku banni með því að nota annað app, sem heitir Psiphon, með Telegram og það var einmitt það sem Íranar gerðu til að komast hjá banni klerkastjórnarinnar.

Bannað var að nota appið í Rússlandi frá 2018 til 2020 því leyniþjónustan FSB vildi fá aðgang að appinu og öllu því sem þar fer fram en fékk ekki. Rússnesk yfirvöld gáfust á endanum upp og nú er heimilt að nota appið enda bannið tilgangslaust.

Appið hentar vel sem samskiptaforrit í ríkum þar sem stjórnvöld kúga almenning og skoðana- og tjáningafrelsi er ekki í hávegum haft. Það er til dæmis hægt að eyða samtölum úr því með öllu og það getur komið sér vel ef yfirvöld handtaka fólk og vilja komast í skilaboð þess.

Þegar hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið voru sem öflugust notuðu þau Telegram til að hvetja til ofbeldis og eyðilegginga. Durov, í samvinnu við Europol, eyddi því fjölda samtala og rása sem voru notuð í tengslum við hryðjuverk.

Proud Boys, sem eru samtök öfgahægrimanna í Bandaríkjunum, nota einnig Telegram. Samtökin komu að árásinni á bandaríska þinghúsið í byrjun árs en þau styðja dyggilega við bakið á Donald Trump, fyrrum forseta. Telegram hefur nú lokað mörg hundruð rásum nýnasista og öfgahægrimanna þar sem hvatt var til ofbeldis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug