fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Níu landamæraverðir reknir – Neituðu að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. maí 2021 20:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýsjálenska tollgæslan hefur rekið níu landamæraverði úr starfi en þeir neituðu allir að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Yfirvöld höfðu gert þá kröfu að allir framlínustarfsmenn á landamærunum skyldu láta bólusetja sig fyrir apríllok.

The Guardian segir að í febrúar hafi Jacinda Ardern, forsætisráðherra, sagt að bólusetning yrði ekki gerð að skyldu fyrir framlínustarfsfólk og að þeir sem myndu neita að láta bólusetja sig myndu fá ný störf þar sem þeir væru ekki í framlínunni. Jacinda Funnel, mannauðsstjóri tollgæslunnar, sagði að ekki hafi tekist að finna önnur störf fyrir fólkið, sem var í hlutastörfum, og hafi því þurft að segja því upp. Allt starfaði það í höfnum landsins.

Funnell sagði að það væri leitt að grípa hafi þurft til uppsagna og að tollgæslan skilji vel þá erfiðu aðstöðu sem fólkið er í. Hún sagði jafnframt að búið væri að bólusetja um 95% framlínustarfsmanna tollgæslunnar og þar af hefðu 85% lokið bólusetningu.

Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðuneytisins hvílir sú skylda á öllum sem vinna í skilgreindum áhættustörfum að láta bólusetja sig og átti bólusetningum að vera lokið fyrir 1. maí. Í síðasta mánuði hótaði yfirstjórn hersins að reka þá hermenn sem neita að láta bólusetja sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug