fbpx
Mánudagur 19.apríl 2021
Pressan

Ákærður fyrir að ætla að myrða þingkonu demókrata

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 19:00

Alexandria Ocasio-Cortez. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákært Garret Miller, frá Texas, fyrir að hafa ætlað að myrða Alexandria OcasioCortez, þingkonu demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþing, í árásinni sem var gerð á þinghúsið í Washington 6. janúar. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið þátt í árásinni.

Samkvæmt dómsskjölum fór saksóknari fram á það við dómara á föstudaginn að Miller verði i gæsluvarðhaldi þar til málið verður tekið fyrir. Í þeim kemur einnig fram að Miller hafi birt margar færslur á samfélagsmiðlum, áður en ráðist var á þinghúsið, þar sem hann sagðist ætla til Washington D.C  og að þar ætlaði hann að drepa OcasioCortez og lögreglumann. Saksóknarar segja að hann hafi einnig birt fleiri hótanir á meðan á árásinni stóð. Á Twitter skrifaði hann meðal annars: „við tökum vopn með næst“ undir myndband sem sýndi árásarmenn yfirgefa þinghúsið.

OcasioCortez birti myndband á Instagram 12. janúar þar sem hún sagðist hafa óttast að einhverjir þingmenn myndu skýra árásarmönnum frá staðsetningu hennar á meðan árásin á þinghúsið stóð yfir og að henni yrði rænt eða hlyti enn verri örlög. Hún sagðist einnig ekki hafa verið viss um hvort hún myndi lifa þennan dag af. Hún er mjög óvinsæl meðal margra Repúblikana sem telja hana allt of vinstri sinnaða.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vita nú af hverju górillur berja sér á brjóst

Vita nú af hverju górillur berja sér á brjóst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínversk COVID-19 bóluefni veita ekki mjög mikla vernd að sögn kínversks embættismanns

Kínversk COVID-19 bóluefni veita ekki mjög mikla vernd að sögn kínversks embættismanns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bretar tóku opnun pöbba fagnandi – Áfengissala jókst um 114%

Bretar tóku opnun pöbba fagnandi – Áfengissala jókst um 114%
Pressan
Fyrir 3 dögum

Selja hús Michael Schumacher til að greiða umönnunarkostnað hans

Selja hús Michael Schumacher til að greiða umönnunarkostnað hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blóðtappar uppgötvuðust í tilraunum með Janssen-bóluefnið

Blóðtappar uppgötvuðust í tilraunum með Janssen-bóluefnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpanir í spillingarmálum gera Netanyahu erfitt fyrir við ríkisstjórnarmyndun

Afhjúpanir í spillingarmálum gera Netanyahu erfitt fyrir við ríkisstjórnarmyndun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“