Fimmtudagur 25.febrúar 2021
Pressan

Fræga fólkið er óttaslegið – Vill fá listann

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 05:40

Jeffrey Epstein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega ári síðar fyrirfór barnaníðingurinn og auðmaðurinn Jeffrey Epstein sér í fangaklefa í New York. En mál hans fór ekki í gröfina með honum því rannsókn þess heldur áfram af fullum þunga. Fyrrum unnusta hans og samstarfskona, Ghislaine Maxwell, situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hún hefur ekki viljað ljóstra neinu upp um barnaníð Epstein sem hún er einnig sökuð um að tengjast.

Nú eru margir vinir Epstein óttaslegnir vegna rannsóknarinnar og ekki síst í ljósi þess að ríkissaksóknari Bandarísku Jómfrúaeyja hefur lagt fram kröfu um að fá afhenta farþegalista fyrir allan flugflota Epstein en hann átti fjórar þyrlur og þrjár einkflugvélar.

Epstein var fyrir mörgum árum síðan fundinn sekur um barnaníð og dæmdur til vægrar refsingar. Hann hélt brotum sínum áfram og leikur grunur á að hann hafi stundað umfangsmikið og kerfisbundið barnaníð og verið höfuðpaurinn í barnaníðshring.

Mirror og Toronto Sun segja að krafa ríkissaksóknarans hafi valdið miklu fjaðrafoki í vinahópi Epstein en þeir óttast að skýrt verði frá tengslum þeirra við Epstein.

Farþegalisti Boeing 727 flugvélar Epstein þykir sérstaklega spennandi en almenningur nefndi vélina „Lolita Express“. Flugvélin er talin hafa verið notuð til að flytja barnungar stúlkur til Little St. James sem er lítil eyja sem var í eigu Epstein.

David Rogers, flugmaður Epstein, lagði árið 2009 fram farþegalista með athyglisverðum nöfnum. Þar kom fram að Andrew Bretaprins, Bill Clinton, Kevin Spacey og Naomi Campbell hefðu flogið með vél Epstein. Ekki er vitað hvort þau vissu af afbrotum Epstein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

AOC safnaði 4,7 milljónum dollara fyrir hrjáða Texasbúa

AOC safnaði 4,7 milljónum dollara fyrir hrjáða Texasbúa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir bræður sköpuðu usla á Grænlandi – Handteknir og eiga háa sekt yfir höfði sér

Danskir bræður sköpuðu usla á Grænlandi – Handteknir og eiga háa sekt yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull árás í friðsælli götu skyldi einn eftir látinn og þrjú alverlega slösuð – Enginn veit hvað gerðist

Dularfull árás í friðsælli götu skyldi einn eftir látinn og þrjú alverlega slösuð – Enginn veit hvað gerðist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun á Suðurskautinu – Vísindamenn þurfa að hugsa takmörk lífs upp á nýtt

Óvænt uppgötvun á Suðurskautinu – Vísindamenn þurfa að hugsa takmörk lífs upp á nýtt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera út af við mýtuna – Bakteríurnar á tannburstanum eru ekki úr klósettinu

Gera út af við mýtuna – Bakteríurnar á tannburstanum eru ekki úr klósettinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Michael Jordan gefur 10 milljónir dollara til byggingar heilsugæslustöðva í heimabæ sínum

Michael Jordan gefur 10 milljónir dollara til byggingar heilsugæslustöðva í heimabæ sínum