fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Pressan

Segir að Trump sé ekki að grínast – Hann vilji vera einvaldur í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 05:38

Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Cohen, fyrrum lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, var í viðtali við CNN á miðvikudagskvöldið. Hann sagði þá að Trump væri ekki að grínast þegar hann viðraði hugmyndir um að reyna að sitja lengur á forsetastóli en tvö kjörtímabil.

„Donald Trump telur að hann eigi að vera stjórnandinn – einvaldur í Bandaríkjunum. Hann horfir til þess að breyta stjórnarskránni. Þegar Donald Trump grínast með 12 ár til viðbótar . . . er hann ekki að grínast. Donald Trump hefur engan húmor,“

sagði Cohen í spjalli við Don Lemon í þættinum CNN Tonight.

„Ég vil að þið skiljið að þegar hann talar um 12 ár til viðbótar, ef hann sigrar mun hann sjálfkrafa á fyrsta degi byrja að hugsa um hvernig hann getur breytt stjórnarskránni til að geta setið í þrjú kjörtímabil, síðan fjögur, eins og hann sagði við XI Kínaforseta og eins og hann hefur sagt við svo marga aðra. Þetta er ástæðan fyrir aðdáun hans á Kim Jong Un‘um heimsins,“

sagði Cohen.

Trump á á brattann að sækja í kosningabaráttunni ef miða má við niðurstöður skoðanakannana en það hefur ekki haldið aftur af honum að viðra hugmyndina um að sitja á forsetastóli í þrjú kjörtímabil en um leið hefur hann reynt að sá efasemdum um framkvæmd kosninganna í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætla að banna sölu bensínbíla í Kaliforníu

Ætla að banna sölu bensínbíla í Kaliforníu
Pressan
Í gær

Norðurheimskautið verður sífellt grænna – Hefur áhrif á dýr og gróður

Norðurheimskautið verður sífellt grænna – Hefur áhrif á dýr og gróður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Metfjöldi kórónuveirusmita á einum sólarhring í Bretlandi og Frakklandi

Metfjöldi kórónuveirusmita á einum sólarhring í Bretlandi og Frakklandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leystu eitt umtalaðasta morðmál Ástralíu

Leystu eitt umtalaðasta morðmál Ástralíu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Smita sjálfboðaliða viljandi af kórónuveirunni

Smita sjálfboðaliða viljandi af kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi