fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér fyrir það sem hún gerði fyrir 32 árum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 06:56

Lesa Lopez. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. júlí síðastliðinn var Lesa Lopez, sem er 52 ára og býr í Kaliforníu, handtekin vegna rannsóknar á 32 ára gömlu máli. Hún á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér vegna málsins.

Það var þann 15. maí 1988 sem tvö börn fundu pappírspoka á milli trjáa og runna við á í Castro Valley í San Francisco. Í pokanum var lík nýbura. Krufning leiddi í ljós að barnið, sem var drengur, fæddist lifandi en hafði verið myrtur strax eftir fæðingu.

CBS segir að lögreglan hafi leitað upplýsinga á sjúkrahúsum um fæðingar á þessum tíma, hafi sent margar fréttatilkynningar út og gert allt til að hafa uppi á móður barnsins en án árangurs.

Drengurinn, sem var nefndur „Baby John Doe“ var jarðsettur í San Leandro. Rúmlega 200 manns mættu í útförina. Presturinn gaf drengnum nafnið Richard Jayson Terrace Rein áður en hann var jarðsettur en þetta voru nöfn presta kirkjunnar.

En lögreglan hætti rannsókn málsins aldrei að fullu og 2005 fundust erfðaefni úr konu í plastpokanum sem líkið var í þegar það fannst. Lögreglan var fullviss um að þetta væri erfðaefni úr móðurinni en á þessum tíma var tæknin ekki orðin það góð að hægt væri að bera kennsl á hana.

Á síðasta ári var enn og aftur farið að skoða málið og fékk lögreglan ættfræðinga frá alríkislögreglunni FBI sér til aðstoðar auk sérfræðinga hjá einkafyrirtækjum. Þeim tókst að lokum að rekja slóðina til Lopez.

Lögreglumenn urðu sér úti um erfðaefni Lopez með því að gramsa í ruslatunnu við heimili hennar. Nýlega kom niðurstaðan svo og var hún afdráttarlaus, Lesa Lopez er móðir drengsins.

Þegar Lopez var tvítug varð hún barnshafandi. Hún leyndi þessu fyrir öllum. Í yfirheyrslum skýrði hún lögreglunni frá þessu í smáatriðum og játaði að hafa banað barninu strax eftir fæðingu.

Hún situr nú í gæsluvarðhaldi í Kaliforníu og á ákæru fyrir morð yfir höfði sér og allt að lífstíðarfangelsi ef hún verður fundin sek.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta