fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Pressan

Sænskum morðingjum brá illa í brún yfir danska réttarvörslukerfinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. ágúst 2020 05:41

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn voru fimm Svíar sakfelldir af dönskum dómstól fyrir morð í Herlev í júní á síðasta ári. Þrír þeirra fengu þyngsta mögulega dóm og tveir mjög þunga dóma. Dómarnir eru mjög þungir í samanburði við það sem tíðkast í Svíþjóð og hefur niðurstaða danska dómstólsins vakið upp mikla umræðu um þyngri refsingar í Svíþjóð.

Málið snýst um það sem má kalla kaldrifjaða aftöku á tveimur Svíum, 21 og 23 ára, á bílastæði í Herlev síðdegis þann 25. júní á síðasta ári. Þeir voru skotnir til bana með AK-47 riffli og skammbyssu. Annar þeirra var skotinn 19 sinnum. Þriðji maðurinn lifði árásina af.

Um uppgjör á milli sænsku glæpagengjanna Dödspatrulle og Shottaz frá Rinkeby í Stokkhólmi var að ræða. Átök þessara glæpagengja hafa kostað 9 manns lífið síðan 2015 að sögn sænsku lögreglunnar.

Sænsku glæpagengin hika ekki við að koma sprengjum fyrir og sprengja. Mynd: EPA-EFE/Janerik Henriksson 

Átök og umsvif glæpagengja hafa verið mikið til umfjöllunar bæði í Danmörku og Svíþjóð undanfarin misseri enda eru þau umfangsmikil og þau víla ekki fyrir sér að myrða fólk. Dönum hefur þó gengið mun betur að eiga við þessi gengi en í Danmörku er tekið mjög fast á þeim og afbrotum þeirra. Til dæmis er sérstakt lagaákvæði í hegningarlögunum sem heimilar að refsing sé tvöfalt þyngri en ella ef afbrotið tengist starfsemi skipulagðra glæpasamtaka.

Grét

Meðal þeirra fimm, sem voru dæmdir á föstudaginn, eru tveir ungir menn sem voru aðeins 17 ára þegar morðin voru framin. Þegar sænska lögreglan kynnti öðrum þeirra að hann yrði sóttur til saka í Danmörku, samkvæmt dönskum hegningarlögum, brast hann í grát hefur Svenska Dagbladet eftir heimildarmanni í lögreglunni.

Ástæðan fyrir grátinum? Hinn mikli munur á hvernig tekið er á svona málum í þessum tveimur nágrannaríkjum og að í Danmörku njóta ungmenni, sem fremja afbrot, ekki sömu niðurfellingu af refsingu og í Svíþjóð.

Málið hefur vakið upp miklar umræður í Svíþjóð og margir spyrja sig hvernig standi á því að danska réttarvörslukerfið geti fengið harðsvíraðan meðlim í sænsku glæpagengi til að gráta? Á sama tíma hlæi sænskir glæpamenn að sænska réttarvörslukerfinu.

Danir taka mun harðar á glæpagengjum en Svíar. Mynd: EPA-EFE/Henning Bagger 

Það sem kallaði grátinn fram hjá þessum harðsvíraða sænska glæpamanni var munurinn á þeirri refsingu sem hann mátti búast við að fá í Danmörku eða Svíþjóð. Hann var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir sinn þátt í morðunum. Í Svíþjóð hefði hann sloppið með miklu mildari dóm vegna ungs aldurs síns. Þar er reglan sú að þeim mun yngri sem afbrotamaðurinn er, þeim mun meiri niðurfellingu fær hann af refsingunni. 17 ára afbrotamaður fær 55 til 65% minni refsingu en 21 árs fyrir sama afbrotið. Þetta veldur því að glæpagengin nota oft ungmenni til að sinna skítverkum. Í Danmörku er engin föst regla um mildari refsingu vegna ungs aldur en dómstólum er heimilt að taka tillit til ungs aldurs við ákvörðun refsingar. Það er þó ákvæði sem kveður á um að hámarksrefsing vegna afbrota yngri en 18 ára sé 20 ára fangelsi en það var einmitt refsingin sem tveir Svíanna fengu á föstudaginn.

„Eins og staðan er núna stæra glæpamenn sig af að þeir noti ungmenni sem fá að hámarki fjögurra ára dóm á lokaðri stofnun í refsingu,“

Sagði Lise Tamm, aðalsaksóknari í málum alþjóðlegra- og skipulagðra glæpasamtaka, í samtali við Aftonbladet.

Mismunandi málsmeðferð

2018 var 24 ára meðlimur glæpagengis skotinn til bana á pizzustað í Rinkeby. Morðinginn var 16 ára meðlimur Dödspatrullen. Hann var dæmdur til þriggja ára vistunar á unglingaheimili.

„Af hverju segirðu þetta núna fyrst?“ sagði einn leiðtogi Dödspatrullen þegar saksóknari kynnti trompið sitt í réttarhöldunum yfir fimmmenningunum í Danmörku að sögn Expressen. Þetta tromp voru lífsýni úr flóttabíl morðingjanna.

Í Svíþjóð eru sönnunargögn meðhöndluð öðruvísi því þar er allt það sem dómstólar eiga að leggja mat á lagt fram í upphafi réttarhalda. Þetta þarf danska ákæruvaldið ekki að gera, það má sleppa því og kynna gögnin til sögunnar á síðari stigum réttarhalda. Það var einmitt það sem var gert í þessu máli og er óhætt að segja að þetta hafi komið meðlimum Dödspatrullen algjörlega í opna skjöldu.

Dómarnir voru þungir. Þeir tveir, sem voru 17 ára þegar morðin voru framin, voru dæmdir í 20 ára fangelsi.  Hinir þrír, 20, 22 og 25 ára, voru allir dæmdir til þyngstu refsingar, lífstíðarfangelsi. Öllum fimm var auk þess vísað úr landi fyrir fullt og allt.

Það hefur borið á því undanfarin misseri að sænsku glæpagengin hafi flutt átök sín yfir til Danmerkur en nú er spurning hvort það dragi úr því í kjölfar þessara þungu dóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Evrópulögreglan lýsir eftir hættulegustu kynferðisbrotamönnum álfunnar

Evrópulögreglan lýsir eftir hættulegustu kynferðisbrotamönnum álfunnar
Pressan
Í gær

Sjálfshjálpargúru dæmdur í 120 ára fangelsi

Sjálfshjálpargúru dæmdur í 120 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var að undirbúa fríið þegar hún fékk hræðilegar fréttir – „Þetta er versta tegund svika“

Var að undirbúa fríið þegar hún fékk hræðilegar fréttir – „Þetta er versta tegund svika“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvö ár frá hvarfi Anne-Elisabeth – „Allt bendir til að nokkrir hafi verið að verki“

Tvö ár frá hvarfi Anne-Elisabeth – „Allt bendir til að nokkrir hafi verið að verki“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Opna verslanir og veitingastaði í Melbourne eftir 87 daga lokun

Opna verslanir og veitingastaði í Melbourne eftir 87 daga lokun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hæstiréttur tekur Glitnismál fyrir á nýjan leik – Hagsmunir hæstaréttardómara valda vafa um óhlutdrægni dómstólsins

Hæstiréttur tekur Glitnismál fyrir á nýjan leik – Hagsmunir hæstaréttardómara valda vafa um óhlutdrægni dómstólsins